Fréttir og tilkynningar

Háskólinn á Bifröst tekur þátt í verkefninu iFEMPOWER
Háskólinn á Bifröst tekur þátt í verkefninu iFEMPOWER: Interactive and mentorship based FEMale emPOWERment in the field of entrepreneurship. Verkefnið er samstarfsverkefni (KA2) styrkt af Erasmus+ menntaáætluninni. Fyrir hönd skólans taka þátt Kári Joensen, Jón Snorri Snorrason og Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir.
Lesa meira
Jafnréttisdagar 2018
Jafnréttisdagar verða haldnir dagana 1. – 5. október nk. og standa Háskólar landsins að spennandi viðburðum málefninu tengdu.
Lesa meira
Gestafyrirlesarar á vinnuhelgi í hópi meistaranema í forystu og stjórnun
Þau Þórey Vilhjálmsdóttir og Ketill Berg voru gestafyrirlesarar í hópi meistaranema í forystu og stjórnun nú fyrir helgina. Ketill starfar hjá Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð og er einnig stundakennari í viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við Háskólann í Reykjavík. Þórey er ráðgjafi hjá Capacent og er sérsvið hennar m.a. stefnumótun, stjórnun og samfélagsleg ábyrgð.
Lesa meira
Samfélagsþátttaka aukin með það að markmiði að styrkja byggð
Hátt í 40 þátttakendur víða að komu saman á Borgarfirði eystri nú í lok ágúst en þar fór fram upplýsingafundur um evrópska samstarfsverkefnið INTERFACE er snýr að aðgerðum í byggðaþróun og stuðningi við brothættar byggðir. Það er Byggðastofnun sem leiðir þetta tveggja ára verkefni í samstarfi við Háskólann á Bifröst auk erlendra þátttakenda frá Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. Hlaut verkefnið á síðasta ári styrk frá Erasmus+ Styrkjaáætlun Evrópusambandsins.
Lesa meira
Ný fræðibók Eiríks Bergmanns hjá Palgrave Macmillan dreift á heimsvísu
Dr. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, hefur sent frá sér bókina Conspiracy & Populism – The Politics of Misinformation. Hið virta forlag Palgrave Macmillan gefur bókina út á heimsvísu og er hún nú í dreifingu beggja vegna Atlantsála. Conspiracy & Populism er áttunda fræðibók Eiríks en hann hefur einnig sent frá sér þrjár skáldsögur.
Lesa meira
Upplyfting heldur alvöru sveitaball á Bifröst
Framundan er alvöru sveitaball á Hótel Bifröst föstudaginn 14. september næstkomandi. Þar mun Hljómsveitin Upplyfting sjá um að halda uppi stuðinu en ballið er um leið útgáfutónleikar nýjustu plötu hljómsveitarinnar. Einnig munu nokkrir úr hópi Bifrestinga stíga á stokk og rifja upp gamla takta.
Lesa meira
Nýsköpunarhádegi Gulleggsins
Nýsköpunarhádegi Gulleggsins verður haldið í Þjóðminjasafninu föstudaginn 7. september á milli 12:00-13:00 undir yfirskriftinni Engar hindranir. Um er að ræða átak sem Icelandic Startups stendur fyrir til þess að hvetja konur til þátttöku í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi með því að sýna sterkar fyrirmyndir úr sprotaumhverfinu. Átakið hefur skilað sér í jafnara kynjahlutfalli í verkefnum sem Icelandic Startups stendur fyrir, þar á meðal Gullegginu.
Lesa meira
Vettvangur fyrir ungt athafnafólk og frumkvöðla
Icelandic Startups stendur árlega fyrir frumkvöðlakeppninni Gullegginu. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Keppnin er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja.
Lesa meira
25 skiptinemar á haustönn 2018
Nú í haust komu 25 skiptinemar á Bifröst alls staðar að úr heiminum t.d. Spáni, Hollandi, Kóreu, Japan, Frakklandi, Þýskalandi og fleiri landa.
Lesa meira