Fréttir og tilkynningar

Krefjandi rekstrarnám fyrir konur í fjarnámi
Máttur kvenna er 11 vikna námskeið fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Námið er haldið á vegum símenntunar Háskólans á Bifröst og hefur átt miklum vinsældum að fagna en nú hafa útskrifast um 1000 konur úr náminu. Næsta námskeið í Mætti kvenna hefst 18. janúar 2019 og skráningarfrestur er 20. desember 2018. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast hér.
Lesa meira
Dr. Francesco Macheda presents his scientific work about Iceland’s economic situation in Italy
Dr. Francesco Macheda has been invited to hold a seminar hosted by the Department of Economics and Management, University of Florence (Italy) on the 11th of December. The title of the seminar is “The Danger of a ‘Geyser Disease” Effect. Structural Fragility of the Tourism-Led Recovery in Iceland”. Here, Francesco will discuss the main findings of his paper which has been co-authored by Italian political scientist Roberto Nadalini.
Lesa meira
Glæsileg afmælishátið á Bifröst
Háskólinn á Bifröst á rætur sínar að rekja til Samvinnuskólans sem stofnaður var árið 1918 og var...
Lesa meira
Nærri 100 manns samankomnir á afmælishátíð á Bifröst
Afmælishátíð á Bifröst þann 3. desember var vel sótt og komu þar saman nærri 100 velunnarar og hollvinir Háskólans á Bifröst ásamt þingmönnum, embættismönnum og starfsfólki skólans. Sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar var háttvirtur forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson. Hann naut leiðsagnar um háskólann undir stjórn Vilhjálms Egilssonar, rektors, og Þóris Páls Guðjónssonar, kennara við skólann til langs tíma.
Lesa meira
Stjórn Hollvinasjóðs færir háskólanum endurbætt listaverkið Lífsorku
Þann 30. nóvember 2018 komu stjórnarmenn úr Hollvinasjóði Bifrastar færandi hendi í heimsókn á Bifröst. Tilefnið var að „afhenda” skólanum, listaverk Ásmundar Sveinssonar, Lífsorku, eftir gagngera viðgerð.
Lesa meira
Ljósmyndasýningin Samvinnuhús opnuð á Bifröst
Á 100 ára afmæli Háskólans á Bifröst og fyrrum Samvinnuskóla, verður opnuð formlega þann 3. desember 2018 kl. 12:30, ljósmyndasýningin Samvinnuhús. Sýndar verða ljósmyndir, gamlar og nýjar af öllum húsum og byggingum, þar sem Samvinnuskólinn var til húsa fram að árinu 1982, bæði í Reykjavík og á Bifröst.
Lesa meiraFrábært tækifæri fyrir konur með viðskiptahugmynd
Máttur kvenna er 11 vikna námskeið fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Námið er haldið á vegum símenntunar Háskólans á Bifröst og hefur átt miklum vinsældum að fagna en nú hafa útskrifast um 1000 konur úr náminu.
Lesa meira
Opið er fyrir skráningar í diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun.
Í upphafi árs 2018 var í fyrsta skipti boðið upp á nýtt nám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun og hefur það fengið frábærar viðtökur. Nú hefur verið opnað fyrir skráningar að nýju og er umsóknarfrestur til 20. janúar 2019. Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík bjóða sameiginlega upp á námið í samstarfi við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks, Starfsmenntasjóð verslunarinnar, VR og Samtök verslunar og þjónustu.
Lesa meira
Lagadeild Bifrastar í alþjóðlegu samstarfi á sviði nýsköpunar
Helga Kristín Auðunsdóttir og Unnar Steinn Bjarndal, lektorar við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst, heimsóttu nýverið lagadeild UCL háskólans í London og ræddu þar við Dr Önnu Donovan, sviðsstjóra lagadeildar skólans um aðferðir við nýsköpun í lögfræði. Ræddi teymið um stöðu nýsköpunar í heimi lögfræðinnar í dag og hvernig lagabreytingar geti laðað til sín nýsköpunarfyrirtæki á sviði lögfræði.
Lesa meira