Einar Svansson hlýtur framgang sem dósent
Einar Svansson hefur hlotið framgang sem dósent við Háskólann á Bifröst.
Einar Svansson hefur kennt við þrjá íslenska háskóla: Við Háskólann á Bifröst frá 2006; við Háskóla Íslands árin 2003-2008 og stundakennari við Háskólann í Reykjavík frá 2010. Hann kennir á Bifröst námskeið í stjórnun með áherslu á þjónustu, gæðamál og nýsköpun. Einnig hefur hann tekið þátt í uppbyggingu alþjóðlega sumarskólans á Bifröst um sjálfbærni og leiðtogahæfni á 21stu öldinni. Áherslur Einars í rannsóknum hafa mest verið á sviði opinnar nýsköpunar og ferðaþjónustu ásamt nýlegri áherslu á sjálfbærni og einkenni norrænna leiðtoga og stjórnunargilda.
Einar hefur BSc gráðu í Ferðamálafræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands, ásamt tveimur meistaragráðum: í Stjórnun og stefnumótun og Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hann stundaði einnig um skeið doktorsnám við Háskólann í Exeter.
Einar Svansson hefur 20 ára reynslu á sviði stjórnunar í íslenskum sjávarútvegi. Hann hefur einnig starfað sem stjórnunarráðgjafi á sviði stefnumótunar, markaðsmála, skipulags og gæðastjórnunar.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta