20. október 2020

Námslína í áfallastjórnun í þróun á Bifröst

Ásthildur Elva Bernharðsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri uppbyggingar námslínu í áfallastjórnun við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst. Verkefnið er unnið í samstarfi við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Landsbjörgu, Rauða Krossinn og Slökkviliðið. 

Ásthildur hefur lokið cand oecon prófi í viðskiptafræði og doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur fengist við áfallastjórnun í meira en tvo áratugi og unnið við rannsóknir og kennslu í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Japan fyrir utan Ísland. Hún hefur lagt áherslu á að skoða áhrif kúltúrs á áfallastjórnun og þá sérstaklega áhrif á ákvarðanatöku stjórnenda í viðbúnaði og viðbrögðum vegna áfalla. Undanfarin ár hefur Ásthildur verið sjálfstætt starfandi fræðimaður við Reykjavíkurakademíuna og stundakennari í áfallastjórnun við Háskóla Íslands.