Skráning á ráðstefnuna "Covid og hvað svo?" 14. september 2020

Skráning á ráðstefnuna "Covid og hvað svo?"

Ráðstefna Framtíðarseturs Íslands og Háskólans á Bifröst, 18. september 2020, kl. 09:00 til 10:30.

Smellið hér til að skrá ykkur á ráðstefnuna.
 

Covid og hvað svo?  Stefnuáherslur og sviðsmyndir í kjölfar heimsfaraldurs

Á ráðstefnunni „Covid og hvað svo?“ eru til skoðunar framtíðarspár, stefnuáherslur og sviðsmyndir í kjölfar Covid-fársins. Veruleiki margra fyrirtækja og stofnana hefur breyst mikið á örskömmum tíma og erfitt er að reyna að gera sér grein fyrir stöðunni meira en nokkrar vikur fram í tímann, hvað þá tugi ára. Hvaða svör hafa framtíðarfræði og sviðsmyndagerð við slíkum áskorunum? Ráðstefnan er samstarfsverkefni Framtíðarseturs Íslands og Háskólans á Bifröst en þar er velt upp spurningum varðandi framtíðarfræði og aðferðir þeirra: Hvaða möguleika höfum við til þess að sjá framtíðina fyrir? Hvernig getum við undirbúið okkur undir óvissuna kjölfar heimsfaraldurs? Nánari upplýsingar eru um erindin hér fyrir neðan, en fyrirlesararnir koma úr ólíkum áttum en eiga það sameiginlegt að skoða framtíðina og reyna að átta sig á henni.

Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG: 

Sviðsmyndir – Eitt besta hjálpartæki stjórnenda í óstöðugu umhverfi

Markmið sviðsmynda er ekki að segja fyrir um framtíðina, heldur búa okkur betur undar það að lifa með óvissunni og skilja í hverju hún felst.  Þannig getum við betur áttað okkur á því hvar ógnanir leynast og  hvar möguleikar geta skotið upp kollinum.  Þannig skiljum við betur hugsanlegar afleiðingar tiltekinna ákvarðana, áður en til ákvarðanatöku kemur.  

Guðmundur Birgisson, framkvæmdastjóri Áhættustýringar Íslandsbanka:

Sviðsmyndir og álagspróf

Erindið fjallar um hvernig bankar nota sviðsmyndir og álagspróf til að máta viðnámsþrótt sinn við margvíslegar framtíðir og draga þannig úr hættunni á að fjármáláföll hafi í för með sér tjón fyrir lánardrottna, sparifjáreigendur og hið opinbera.

Fjóla María Ágústsdóttir, breytingastjóra stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga:

Stafræn framþróun í kjölfar Covid

Erindið fjallar um helstu áhrif Covid á dagleg störf og nýtingu stafrænna lausna. Þá er fjallað um veldisvöxt tækniþróunar og hvernig þurfum við að breytast og hvernig getum við  brugðist við til að halda í við þróunina. Framtíðarpælingar um áhrif tækniþróunar á mismunandi málaflokka og hvernig við vinnum.

Njörður Sigurjónsson er prófessor í menningarstjórnun og deildarforseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst: 

Getur tónlist sagt fyrir um framtíðina?

Hvað gæti tónlist sagt okkur um mögulega framtíðir? Erindið fjallar um kenningar frá síðustu öld um að tónlist og tónlistargeirinn á hverjum tíma geti gefið vísbendingar um framtíðarþróun samfélags. Við skoðum framtíðarsýn til lengri tíma og skemmri, hvað það er að heyra óminn af framtíðinni, hvort þessar kenningar hafa elst vel og hvort þær gæti mögulega nýst í dag.

Karl Friðriksson, starfandi stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands og forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands:

Framtíðarlæsi – Nýsköpun á óvissutímum

Undir forystu Riel Miller, þá hefur UNESCO, menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna beitt sér fyrir útbreiðslu og notkun hugtaksins framtíðarlæsi til að auka getu samfélaga, fyrirtækja og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir, tækifæri og ógnir. Í erindinu verður fjallað um þetta hugtak, mikilvægi þess, og hvernig straumhvörf endurskapa samfélög og viðskiptalíf, og leggja grunn að umbótum og róttækri nýsköpun.

Ráðstefna Framtíðarseturs Íslands og Háskólans á Bifröst,  18. september, 2020, kl. 09:00 til 10:30.

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst setur ráðstefnuna.

Útsending er í beinum streymi á netinu. Skráning á vef Háskólans á Bifröst, bifrost.is

Nánari upplýsingar veitir Njörður Sigurjónsson hjá Háskólanum á Bifröst 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta