Starfsauglýsing: Þjónustustjóri upplýsingatækni
Auglýst er laust starf þjónustustjóra upplýsingatækni við Háskólann á Bifröst. Viðkomandi ber ábyrgð á þróun og rekstri kennslukerfa, á innra neti skólans og samþættingu kerfa sem nýtt eru í kennslu. Starfið felur í sér margþætta þróun upplýsingatækni, þjónustu, samstarf og samskipti við kennara, starfsfólk, stjórnendur og utanaðkomandi rekstraraðila kerfa. Háskólinn á Bifröst er framsækinn háskóli sem hefur verið leiðandi í uppbyggingu hagnýts fjarnáms á háskólastigi hér á landi síðastliðin 20 ár.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- Samskipti við rekstraraðila kennslukerfa og innri kerfa skólans um notkun og þróun þeirra.
- Þróun, samþætting og viðhald tæknilegs umhverfis kennslu, innra nets og upplýsingaveita.
- Dagleg umsýsla og umsjón kennslukerfa og innra nets skólans.
- Almenn ráðgjöf og stuðningur við kennara vegna tæknilegra mála tengdum kennslukerfum.
- Umsjón og ábyrgð á viðburðum sem sendir eru út í beinu streymi eða teknir upp.
- Þátttaka í gerð kennslumyndbanda og leiðbeininga um notkun kerfa fyrir kennara, starfsfólk og nemendur.
- Tölfræðileg úrvinnsla upplýsinga úr kerfum og framsetning þeirra fyrir stjórnendur.
- Önnur tilfallandi störf sem yfirmaður kann að fela starfsmanni.
Hæfniskröfur:
- Háskólapróf (BS) sem nýtist í starfi.
- Upplýsingatæknibakgrunnur er mikilvægur.
- Meistarapróf sem nýtist í starfi er kostur.
- Kennsluréttindi og/eða kennslureynsla er kostur.
- Starfsreynsla úr skólastarfi á háskólastigi er kostur.
- Frumkvæði, drifkraftur og þjónustulipurð.
- Góð skipulags- og samskiptahæfni.
- Greiningarfærni og tölufærni.
- Mjög góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Umsókn: Með umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilsskrá, afrit af útskriftarskírteinum og kynningarbréf þar sem kemur fram m.a. stutt lýsing á hugmyndum umsækjanda um hlutverk og áskoranir þjónustustjóra upplýsingatækni við Háskólann á Bifröst.
Starfsstöð: Bifröst og eftir atvikum og þörfum á starfsstöð í Reykjavík.
Háskólinn á Bifröst vinnur samkvæmt jafnréttisáætlun skólans og hvetur alla óháð kyni til að sækja um.
Nánari upplýsingar: Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir kennslustjóri (kennslustjori@bifrost.is). Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2020.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta