Nýr vefstjóri og upplýsingafulltrúi á Bifröst 16. október 2020

Nýr vefstjóri og upplýsingafulltrúi á Bifröst

Steinunn Stefánsdóttir hefur verið ráðin í hlutastarf sem upplýsingafulltrúi og vefstjóri Háskólans á Bifröst. Steinunn er með BA-próf í almennum málvísindum og íslensku og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og leggur nú stund á meistaranám í þýðingafræði við sama skóla. Steinunn hefur starfað við framhaldsskólakennslu, verið upplýsingafulltrúi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur (nú Skóla- og frístundasvið), blaðamaður og aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins. Undanfarin ár hefur hún verið sjálfstætt starfandi þýðandi, blaðamaður, ritstjóri og prófarkalesari. Steinunn hefur meðal annars setið í stjórn Samtaka um kvennaathvarf og Kvenréttindafélags Íslands og verið formaður beggja félaga. Þá situr hún í stjórn Íslenskrar málnefndar.

Vefstjóri og upplýsingafulltrúi hefur meðal annars með höndum ritstjórn á vef Háskólans á Bifröst og skrifar fréttir úr starfi skólans og kemur þeim á framfæri við fjölmiðla.