Nýr alþjóðafulltrúi á Bifröst
Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem alþjóðafulltrúi skólans. Hún útskrifaðist með B.Sc. í líffræði árið 2006 frá Háskóla Íslands og hefur síðan þá unnið fjölbreytt störf sem tengjast alþjóðamálum á einn eða annan hátt. Hún hefur m.a. stýrt fræðsludeild Fjölskyldu-og húsdýragarðins í Reykjavík, starfað með Free Willy/Keiko samtökunum á Íslandi og í Noregi við umönnun háhyrningsins Keikó, starfað sem verkefnastjóri á alþjóðasviði Rannís og svo síðar alþjóðafulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem hún tók þátt í fjölda alþjóðlegra verkefna. Síðustu misseri starfaði hún sem leiðbeinandi og umsjónarkennari við Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi og stundaði samhliða meistaranám við Háskólann á Akureyri, í kennsluréttindum meðfram vinnu. Þorbjörg Valdís er borin og barnfædd í Borgarfirðinum, nánar tiltekið í Laxholti í Borgarbyggð og er nú búsett í Litla-Laxholti.
Hlutverk alþjóðafulltrúa er meðal annars að veita nemendum upplýsingar um skiptinám og starfsþjálfun erlendis og umsjón með erlendum skiptinemum við skólann. Auk þess veitir Þorbjörg starfsfólki ráðgjöf vegna endurmenntunar erlendis.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta