Fréttir og tilkynningar

Spurning vikunnar - Nýnemadagar 31. ágúst 2018

Spurning vikunnar - Nýnemadagar

Umsóknum í bæði grunn- og meistaranám við Háskólann á Bifröst fjölgaði nú í haust á milli ára og var ákveðið að spyrja nokkra nýnema af handahófi hvers vegna þeir völdu nám við Háskólann á Bifröst og hver framtíðaráform þeirra eru.

Lesa meira
Verkefni tengt brothættum byggðarlögum kynnt 27. ágúst 2018

Verkefni tengt brothættum byggðarlögum kynnt

Byggðastofnun leiðir tveggja ára evrópskt samstarfsverkefni, INTERFACE, í samstarfi við Háskólann á Bifröst auk erlendra þátttakenda frá Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. INTERFACE stendur fyrir Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe, sem þýða mætti sem Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu.

Lesa meira
Áhugaverð og lifandi dagskrá á nýnemadögum 21. ágúst 2018

Áhugaverð og lifandi dagskrá á nýnemadögum

Kennarar, starfsfólk og nemendur Háskólans á Bifröst tóku á móti nýnemum í Háskólagátt síðastliðinn föstudag og tókst dagurinn vel í alla staði. Nýnemadagar í grunn- og meistaranámi eru nú framundan þann 23. og 24 ágúst. Verður skólasetning klukkan 13 fimmtudaginn 23. ágúst og að því loknu verður þjónusta við nemendur og kennslukerfi háskólans kynnt. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður og skemmtun á vegum nemendafélagsins. Föstudagurinn verður helgaður kynningu á deildum fyrir hádegi og málstofum að loknum hádegisverði.

Lesa meira
Áfangastaðurinn Ísland og fjölbreytt efnisval heillar 17. ágúst 2018

Áfangastaðurinn Ísland og fjölbreytt efnisval heillar

Alþjóðlegi sumarskólinn var haldinn í þriðja sinn nú í sumar við Háskólann á Bifröst undir yfirskriftinni Skapandi forysta á 21. öldinni. Tilgangur skólans er að undirbúa og þjálfa leiðtoga framtíðarinnar undir þær áskoranir sem þeirra bíða í sífellt meira krefjandi heimi.

Lesa meira
Krefjandi og hvetjandi nám sem eykur sjálfstraustið 9. ágúst 2018

Krefjandi og hvetjandi nám sem eykur sjálfstraustið

Hjónin Halla Ólafsdóttir og Guðni Einarsson, ásamt þremur öðrum, hófu rekstur veitingastaðarins Svörtu fjörunnar sumarið 2014. Í kjölfarið vildi Halla auka þekkingu sína í bókhaldsfræðum og sótti því um inngöngu í Mátt kvenna við Háskólann á Bifröst. Halla er fædd og uppalin í Mýrdalnum og lauk sinni skólagöngu í grunnskóla en tók upp þráðinn aftur árið 2003 og lauk námi í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri 2007 og tveggja ára diplómu í sérkennslufræðum árið 2011.

Lesa meira
Aukning nýnema við Háskólann á Bifröst og umsóknir enn skoðaðar 8. ágúst 2018

Aukning nýnema við Háskólann á Bifröst og umsóknir enn skoðaðar

Umsóknir í háskólanám við Háskólann á Bifröst eru um 25% fleiri en á síðasta ári. Fjölgunin er fyrst og fremst í umsóknum um grunnnám en þær eru rúmlega 50% fleiri en í fyrra. Umsóknum um meistaranám hefur fjölgað um 5% frá fyrra ári en það nám hefur verið í miklum vexti undanfarin ár. Heldur færri umsóknir eru í Háskólagáttina sem er undirbúningsnám fyrir háskólanám. Í heild eru umsóknir í skólann um 16% fleiri en í fyrra. Reikna má með því að nýnemar í Háskólanum á Bifröst verði um 25% fleiri en á síðasta ári eða um 270.

Lesa meira
Undurfagrir tónar í Grábrókargíg 17. júlí 2018

Undurfagrir tónar í Grábrókargíg

Í tilefni af aldarafmæli Háskólans á Bifröst buðu aðstandendur skólans upp á glæsilega örtónleika með Karlakórnum söngbræðrum í Grábrókargíg. Tónleikarnir fóru fram í blíðskaparveðri þann 5. júlí síðastliðinn og var mjög góð mæting. Á þessu fallega sumarkvöldi hlýddu lopapeysuklæddir gestir á létta og skemmtilega dagskrá og skapaðist alveg einstök stemning. Tónleikarnir stóðu yfir í 30 mínútur og að þeim loknum var gestum boðið að þiggja veitingar á Hótel Bifröst.

Lesa meira
Samstarf við FOM háskóla í Þýskalandi 4. júlí 2018

Samstarf við FOM háskóla í Þýskalandi

Í nóvember 2017 fóru Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst og Karl Eiríksson alþjóðafulltrúi skólans til Þýskalands og hittu fulltrúa FOM háskólans í því skyni að koma á samstarfi á milli skólanna tveggja. Í kjölfarið komu Dr. Clemens Jager og Michaela Schönherr-Gundogdu frá FOM háskólanum í Þýskalandi í heimsókn á Bifröst þar sem formlegu samstarfi var komið á. Undirritaður var samstarfssamningur um námskeið sem mun bera heitið Sumarráðstefna á Íslandi 2019.

Lesa meira
Breytingar á kennslusviði Háskólans á Bifröst 27. júní 2018

Breytingar á kennslusviði Háskólans á Bifröst

Þann 30. ágúst næstkomandi lætur Hjalti R. Benediktsson af störfum sem umsjónarmaður kennslukerfa og hverfur til annarra starfa. Hjalti hefur starfað við skólann frá árinu 2006. Guðrún Björk Friðriksdóttir tekur við starfi Hjalta en Guðrún Björk hefur starfað sem verkefnastjóri nemendaskrár og umsókna. Sólveig Hallsteinsdóttir, þjónustustjóri Háskólans á Bifröst, tekur við starfi Guðrúnar Bjarkar og mun Helena Dögg Haraldsdóttir, sem starfað hefur á húsnæðissviði skólans, taka við starfi þjónustustjóra.

Lesa meira