Tilkynning vegna Covid-19 13. mars 2020

Tilkynning vegna Covid-19

Lagt hefur verið til að háskólar landsins loki aðfaranótt mánudagsins 15.mars í 4 vikur.  Við erum í þeirri stöðu að þessi lokun hefur lítil áhrif á nám nemenda, þar sem við erum nú þegar komin í fjarnám.

Hvað þýðir lokun?

Lokun skóla þýðir að byggingum skólans verður lokað og hafa einungis tilteknir starfsmenn aðgang að þeim.  Fyrir nemendur sem búa á staðnum og stunda sitt nám innan veggja skólans þýðir þetta að þeir þurfa að færa sig til í námsaðstöðu.

Kennsla

Við kennum eingöngu í fjarnámi og því getum við haldið okkar kennslu áfram.

Vinnuhelgi grunn og meistaranema

Vinnuhelgi grunnnema færist á Teams. Hið sama gildir um vinnuhelgi meistaranema sem verður haldin 27.-29.mars.

Próf

Miðað við dagsetningar á lokunum verður þeim lokið fyrir prófavikuna, sem verður 20.-24.apríl.

Þjónusta við nemendur

Öll hefðbundin þjónusta við nemendur verður óbreytt, símsvörun er frá kl 8-12 og 13-16 á virkum dögum. Öllum tölvupóstum verður svarað eins fljótt og auðið er. Eina breytingin verður sú að bókasafn skólans lokar. Bókasafnsfræðingur aðstoðar við að útvega rafbækur.

Hér er tengill á starfsmenn Háskólaskrifstofu, en þar er beinn sími og netföng starfsfólks: /thjonusta/haskolaskrifstofa

Ef þið hafið einhverjar spurningar, þá hvetjum við ykkur til að hafa samband.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta