Úthlutun úr rannsóknarsjóði: Jón Snorri fær styrk til að þýða rannsókn sína yfir á ensku 25. mars 2020

Úthlutun úr rannsóknarsjóði: Jón Snorri fær styrk til að þýða rannsókn sína yfir á ensku

Jón Snorri Snorrason, dósent við skólann og starfandi deildarforseti viðskiptadeildar er meðal þeirra sem fengu nýlega úthlutað rannsóknarstyrk úr Rannsóknarsjóði Háskólans á Bifröst. Styrkurinn verður nýttur til þess að þýða nýja rannsóknargrein eftir Jón, yfir á ensku til birtingar í erlendu fagtímariti.

Jón Snorri hefur undanfarin ár unnið að og birt greinar í tímaritinu Viðskipti og efnahagsmál. Greinarnar hefur hann unnið í samvinnu við þá Einar Guðbjartsson, stundakennara við skólann og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Eyþór Ívar Jónsson, lektor við Copenhagen Business School í Danmörku.

Í greinunum er greint frá hluta niðurstaðna rannsóknar á umhverfi og starfsháttum endurskoðunarnefnda, nánar tiltekið bakgrunni nefndarmanna, áherslum þeirra og mati á trausti og gagnsæi fjárhagsupplýsinga. Bornar eru saman niðurstöður tveggja kannana höfunda á efninu, annars vegar frá árinu 2012 og hins vegar frá árinu 2016. Í greinunum er m.a. reynt að varpa ljósi á bakgrunn nefndarmanna og afstöðu þeirra til þess hvort traust á fjárhagsupplýsingum hafi aukist eða ekki. Gerðar voru tvær kannanir meðal stærstu fyrirtækja og stofnana landsins (sem falla undir skilgreininguna einingar tengdar almannahagsmunum) 2012 og 2016. Samanburður á niðurstöðum þessara kannana bendir til þess að breytingar hafi átt sér stað á vissum þáttum. Niðurstöðurnar varpa ljósi á aðstæður og umgjörð endurskoðunarnefnda sem kunna að leiða til breytinga t.d. á löggjöf. Þetta er fyrstu rannsóknir hér á landi, þar sem tvær kannanir á umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda, sem framkvæmdar voru með nokkurra ára millibili, eru bornar saman.

Hægt er að lesa greinarnar með því að smella á hlekkina hér að neðan:

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda – bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum

Endurskoðunarnefndir: Samsetning og góðir stjórnarhættir

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta