Nemar í fjölmiðlafærni heimsækja Bítið á Bylgjunni
Sex nemendur í áfanganum Fjölmiðlafærni, sem Sigríður Arnardóttir (Sirrý) kennir, fengu í morgun að fylgjast með og taka þátt í útsendingu á þættinum Bítinu á Bylgjunni. Það voru þær Petrea Finnsdóttir, Nanna Jónsdóttir, Gréta Björk Ómarsdóttir, Jóhanna Ýr Ólafsdóttir, Elín Inga Ólafsdóttir og Heiðrún Jónsdóttir. Þær fengu að fylgjast með útsendingunni og voru að lokum teknar í viðtal um námið og upplifunina að fá að vera fluga á vegg í beinni útsendingu. Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella hér, en viðtalið við þær hefst eftir 2 klst 35 min og 57 sek.
Nemendur í fjölmiðlafærni koma við í námskeiðinu en öllum nemendum háskólans er frjálst að velja þetta námskeið. Hópar nemenda hafa heimsótt Sýn, RÚV og nú Bítið og er meira fram undan. Það er því óhætt að segja að nemendurnir fái beina tengingu við atvinnulífið og hljóti mikilvæga reynslu í þessum áfanga.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta