Kennsluráðgjafar á kennslusviði Háskólans á Bifröst 3. apríl 2020

Kennsluráðgjafar á kennslusviði Háskólans á Bifröst

Háskólinn á Bifröst auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður kennsluráðgjafa á kennslusviði. Um er að ræða fjölbreytt störf sem krefjast metnaðar og frumkvæðis. Kennsluráðgjafar munu halda áfram að þróa kennslu skólans, fylgjast með gæðum og veita kennurum stuðning og ráðgjöf. Háskólinn á Bifröst hefur kennt í fjarnámi nú í að verða 20 ár. Þetta er því spennandi tækifæri til að taka þátt í faglegri þróun kennslu í fjarnámi.

Helstu verkefni eru: 

  • Þróunarvinna, námskeiðahald og kennslufræðileg ráðgjöf
  • Fylgjast með gæðum fyrirlestra og öðru kennsluefni.
  • Umsjón, eftirfylgni og birting námskeiðslýsinga og námskráa.
  • Umsjón með Canvas, kennslukerfi skólans.
  • Umsjón með lokaritgerðum.
  • Aðkoma að uppsetningu og úrvinnslu kennslumats skólans.
  • Skipulag vinnuhelga þar sem nemendur og kennarar hittast.
  • Skipulagning námskeiðsframboðs í samstarfi við deildarforseta.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf og réttindi til kennslu á grunn- eða framhaldsskólastigi.
  • Kennslureynsla er æskileg. 
  • Reynsla úr háskólaumhverfinu er æskileg.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi.
  • Góð tölvufærni.
  • Góð íslensku -og enskukunnátta.

Nánari upplýsingar veitir Dagný Kristinsdóttir framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu, kennslustjori@bifrost.is og í síma 433-3002. Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf, en einnig leyfisbréf kennara ef við á.

Umsóknir ber að senda á kennslustjori@bifrost.is

Umsóknarfrestur er til og með 15.apríl næstkomandi.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta