Fréttir og tilkynningar

Ágúst Einarsson tilnefndur til viðurkenningar Hagþenkis
Ágúst Einarsson prófessor við Háskólann á Bifröst hefur verið tilnefndur til viðurkenningar Hagþenkis fyrir bók sína Hagræn áhrif ritlistar.
Lesa meira
Umhverfisnefnd Evrópusambandsins fundaði á Bifröst
Í tengslum við námskeiðið samanburðarstjórnmál hjá Dr. Magnúsi Árna Skjöld Magnússyni dósent við Háskólann á Bifröst var fundur í umhverfisnefnd Evrópusambandsins (Committee on the Environment, Public Health and Food Safety )haldinn á Bifröst.
Lesa meira
Máttur kvenna með nýju sniði
Löng hefð er fyrir metnaðarfullu framboði símenntunar hjá Háskólanum á Bifröst. Magnús Smári Snorrason er forstöðumaður símenntunar hjá háskólanum. „Eins og með annað nám hér á Bifröst er rík áhersla lögð á tengsl við atvinnulífið og úrval skemmri og styttri námsleiða sem efla eiga fólk í starfi og veita aukna sérhæfingu“.
Lesa meira
Háskólinn á Bifröst tekur þátt í LawWithoutWalls 2015 - Harvard og Stanford meðal þátttakenda
Setningarhátíð LawWithoutWalls (LWOW) verkefnisins eða hið svonefnda ‘Kick Off’ fór fram nú í janúar í Dublin á Írlandi. Laganemar frá Bifröst ásamt Helgu Kristínu Auðunsdóttur sviðsstjóra lögfræðisviðs voru viðstaddir setningarhátíðina og voru þar í hópi rúmlega tvö hundruð laganemum, fræðimönnum, lögfræðingum og fjárfestum víðsvegar að úr heiminum. Setningarhátíðin í Dublin markar upphaf þátttakenda að LWOW verkefni sem unnið verður að næstu þrjá mánuði.
Lesa meira
Framtíð háskóla í Borgarbyggð
Ráðstefna föstudaginn 30. janúar frá kl.9.30 – 14.30 í Hjálmakletti í Borgarnesi.
Lesa meira
Héldu fyrirlestur um kennsluhætti á Bett tæknisýningunni í London
Vilhjálmur Egilsson rektor og Hjalti R. Benediktsson umsjónarmaður kennslukerfa Háskólans á Bifröst héldu erindi á Bett sýningunni í London. Sýningin er mjög stór tækniráðstefna sem fjallar um tæknilausnir á sviði æðri menntunar (e. higher education).
Lesa meira
Hollvinir Bifrastar stofna hollvinasjóð
Félagar úr Hollvinasamtökum Bifrastar hafa tekið höndum saman og stofnað sérstakan Hollvinasjóð Bifrastar, með það m.a. að markmiði að styðja starfsemi og áframhaldandi öfluga þróun Háskólans á Bifröst.
Liðlega 900 Bifrestingar hafa þegar greitt stofnframlag til sjóðsins, sem er stofnaður samkvæmt lögum nr. 19/1988, um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Hefur þegar verið gengið frá öllum formsatriðum við sjóðsstofnunina.

Laganemi frá Bifröst í starfsnám til alþjóðasamtaka sem verja málfrelsi
Hjörtur Ingi Hjartarson meistaranemi í lögfræði við Háskólann á Bifröst hefur verið samþykktur í starfsnám til alþjóðlegra samtaka sem heita Media Legal Defence Initiative og eru með starfstöð í London. Samtökin hjálpa blaðamönnum, bloggurum og sjálfstæðum miðlum að verja rétt sinn. Hjörtur fer út á svökölluðum Erasmus styrk í gegnum Erasmus+ áætlunina sem er á vegum Evrópusambandsins og Háskólinn á Bifröst er aðili að.
Lesa meira