Fréttir og tilkynningar

Verðlaunafrumkvöðull frá Háskólanum á Bifröst 21. nóvember 2017

Verðlaunafrumkvöðull frá Háskólanum á Bifröst

Asco Harvesterer ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem hlaut Frumkvöðlaverðlaun SSV árið 2017. Fyrirtækið var stofnað um þróun á sjávarslátturvélinni Asco og hefur verkefnið hlotið styrki m.a. úr Tækniþróunarsjóði, Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka, Atvinnumálum kvenna og Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Einn aðstandenda verkefnisins er Anna Ólöf Kristjánsdóttir. Hún útskrifaðist úr meistaranámi til MS gráðu í forystu stjórnun frá Háskólanum á Bifröst í júní fyrr á þessu ári. Anna Ólöf er Bifrestingur í húð og hár en hún hóf skólagöngu sína við Háskólann á Bifröst veturinn 2010 - 2011 með því að taka Mátt Kvenna, rekstrarnám fyrir konur.

Lesa meira
Magnús Árni til Kabúl 20. nóvember 2017

Magnús Árni til Kabúl

Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við félagsvísinda- og lagadeild, mun hverfa til starfa á vegum íslensku friðargæslunnar í Kabúl höfuðborg Afganistan eftir áramót.

Lesa meira
Markaðsstofa Vesturlands býður til málstofu 15. nóvember 2017

Markaðsstofa Vesturlands býður til málstofu

Markaðsstofa Vesturlands býður til málstofu á Bifröst 16. nóvember kl. 10-12:30. Málstofan fer fram í Hriflu.

Lesa meira
Vinnuhelgi meistaranema 10. nóvember 2017

Vinnuhelgi meistaranema

Nú stendur yfir vinnuhelgi meistaranema á Bifröst. Allt nám á meistarastigi við Háskólann á Bifröst er kennt í fjarnámi og geta nemendur stýrt hraða sínum í gegn um námið. Það hentar því einstaklega vel fyrir þá sem vilja stunda nám með vinnu. Vinnuhelgar eru fastur liður í náminu en þá mæta meistaranemar á Bifröst, sækja tíma, vinna verkefni og oft á tíðum koma gestafyrirlesarar úr atvinnulífinu. Í gær hélt Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri Já fróðlegan fyrirlestur á Bifröst í námskeiðinu stefnumótun og framtíðarsýn og fór yfir hvernig fyrirtækið vinnur að stefnmótun.

Lesa meira
Útgáfuhóf vegna útgáfu nýrrar stjórnmálafræðilegrar skáldsögu 9. nóvember 2017

Útgáfuhóf vegna útgáfu nýrrar stjórnmálafræðilegrar skáldsögu

Vegna útgáfu nýrrar stjórnmálafræðilegrar skáldsögu dr. Eiríks Bergmanns, prófessors við Háskólann á Bifröst, er blásið til útgáfufagnaðar á morgun föstudag klukkan 17 síðdegis í Eymundsson. Öllum Bifrestingum er boðið.

Lesa meira
Frumkvöðladagur SSV á Bifröst 9. nóvember 2017

Frumkvöðladagur SSV á Bifröst

Þann 8. nóvember var haldinn Frumkvöðladagur SSV 2017 á Bifröst. Þar var m.a. úthlutað styrkjum til nýsköpunar- og atvinnumála og hlýtt á erindi frumkvöðla á Vesturlandi. .

Lesa meira
Stefnumótunarfundur á Bifröst 1. nóvember 2017

Stefnumótunarfundur á Bifröst

Þann 21. október síðastliðinn hélt stjórn Háskólans á Bifröst stefnumótunarfund. Til fundarins var boðað fulltrúaráð skólans, starfsfólk, nemendur og fulltrúar aðstandenda skólans. Góð mæting var á fundinn og mörg áhugaverð sjónarmið viðruð.

Lesa meira
Er hægt að sjá fyrir framtíðina? Hvernig geta fyrirtæki nýtt sér athugun á framtíðinni til að ná yfirburðum á markaði? 11. október 2017

Er hægt að sjá fyrir framtíðina? Hvernig geta fyrirtæki nýtt sér athugun á framtíðinni til að ná yfirburðum á markaði?

Framtíðarfræðingurinn René Rohrback mun halda fyrirlestur á vegum Framtíðarsetur Íslands 3. nóvem...

Lesa meira
Góð aðsókn í námskeiðið Máttur kvenna 25. september 2017

Góð aðsókn í námskeiðið Máttur kvenna

Námskeiðið Máttur kvenna hófst föstudaginn 15. september með vinnulotu á Bifröst. Þetta er í tuttugusta og sjötta sinn sem námskeiðið er haldið. Máttur kvenna er rekstrarnám fyrir konur sem vilja bæta rekstrarkunnáttu sína og styrkja sig á atvinnumarkaði.

Lesa meira