Fréttir og tilkynningar

Dr. Francesco Macheda lektor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst kynnir rannsókn sína
Dr. Fancesco Macheda, lektor í stjórnmálahagfræði við Háskólann á Bifröst kynnti greinardrög sín á ráðstefnu sem ber yfirskriftina ,,The Political Economy of Inequalities and Instabilities in the 21st Century“ sem haldin var í Berlin School of Economics and Law dagana 13. – 15. september 2017.
Lesa meira
TTRAIN - Nýr vefur fyrir starfsfræðslu í ferðaþjónustufyrirtækjum
Fyrirtækjum og starfsfólki í ferðaþjónustu býðst nú í fyrsta sinn ítarlegar leiðbeiningar um skipulag og innihald starfsnáms sem ætlað er til fræðslu og þjálfunar innan fyrirtækjanna. Um er að ræða upplýsingavef með námsskrá og leiðbeiningum fyrir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem vilja veita lykilstarfsmönnum innan fyrirtækjanna þjálfun í að verða leiðbeinendur fyrir nýja starfsmenn og viðhalda starfsþjálfun þeirra sem fyrir eru í starfi (e. training of trainers).
Lesa meira
Stefnumótunarfundur á Bifröst
Stjórn Háskólans á Bifröst hefur ákveðið að halda sérstakan stefnumótunarfund á Bifröst laugardaginn 21. október 2017. Til fundarins er boðið Fulltrúaráði skólans, starfsfólki, nemendum og fulltrúum aðstandenda skólans, þ.e. Borgarbyggðar, Samtaka atvinnulífsins, Sambands íslenskra samvinnufélaga og Hollvinasamtaka Háskólans á Bifröst.
Lesa meira
Grein byggð á niðurstöðum rannsóknar meistaranema við Háskólann á Bifröst birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.
Við Háskólann á Bifröst hefur undanfarið verið lögð áhersla á að rannsaka sérkenni norrænna leiðtoga. Í greininni Viðhorf íslenskra og danskra stjórnenda til starfsumhverfis í ljósi norrænna gilda sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla í júní 2017, fjalla Bergþóra Hlín Arnórsdóttir, Einar Svansson og Kári Joensen um niðurstöður nýrrar rannsóknar sem byggir á meistararitgerð Bergþóru.
Lesa meira
Samstarf við háskóla í Argentínu
Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent við félagsvísinda- og lagadeild, hefur undanfarna viku verið í Argentínu að flytja fyrirlestra og taka þátt í ráðstefnu um efnahagskreppur, ástæður og afleiðingar þeirra.
Lesa meira
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir er fyrsti forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst
Félagsvísindadeild og lagadeild Háskólans á Bifröst voru sameinaðar í eina deild þann 1. ágúst síðastliðinn, undir heitinu félagsvísinda- og lagadeild. Markmiðið með sameiningunni er fyrst og fremst að styrkja deildirnar faglega og auka gæði í innra starfi skólans. Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst er fyrsti forseti deildarinnar.
Lesa meira
Unnar Steinn Bjarndal lektor við Háskólann á Bifröst verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Unnar Steinn Bjarndal hæstaréttarlögmaður og lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst hefur verið skipaður verjandi Sævars Ciesielskis í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Unnar Steinn hefur kennt við Háskólann á Bifröst frá árinu 2009 og hefur meðal annars sinnt kennslu í námskeiðum um sakamálaréttarfar og refsirétt.
Lesa meira
Fulltrúar Háskólans á Bifröst taka við veglegum styrk frá Rannís
Þann 30. ágúst úthlutaði Rannís styrkjum til fjölþjóðlegra samstarfsverkefna úr menntahluta Erasmus+. Fulltrúar Háskólans á Bifröst, Hulda I. Rafnarsdóttir og Kári Joensen tóku við € 260.806 styrk fyrir verkefnið Advancing Migrant Women (Stuðningur við innflytjendakonur). Verkefnið nær yfir 30 mánuði og er samstarfsverkefni fjögurra landa en auk Háskólans á Bifröst sem fer með verkefnisstjórn taka þátt skólar og stofnanir frá Englandi, Grikklandi og Ítalíu.
Lesa meira
Góð stemning um helgina í öflugum hópi nýrra Bifrestinga
Nýnemadagar Háskólans á Bifröst voru haldnir dagana 17. – 19. ágúst síðastliðinn og mörkuðu upphaf skólaársins.
Lesa meira