Fréttir og tilkynningar

Skiptinemar á Bifröst 1. desember 2017

Skiptinemar á Bifröst

Á hverju ári sækist hópur nemenda víðsvegar um heim eftir því að stunda skiptinám við Háskólann á Bifröst. Skiptinemarnir nú á haustönn eru alls 31 og með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Í hópnum eru fjórir nemendur frá Kóreu, tveir frá Japan og Singapore en einnig sitt hvor nemandinn frá Kanada og Pakistan. Aðrir skiptinemar koma alls staðar að úr Evrópu þ.m.t. Spáni. Það vill svo skemmtilega til að spænski skiptineminn er handboltadómari í heimalandinu og hefur henni verið boðið að dæma þrjá leiki í 2. deild meistaraflokks karla hérlendis í vetur.

Lesa meira
Samstarf við FOM háskóla í Þýskalandi 24. nóvember 2017

Samstarf við FOM háskóla í Þýskalandi

Síðustu daga hafa Vilhjálmur Egilsson rektor og Karl Eiríksson alþjóðafulltrúi Háskólans á Bifröst verið í Essen í Þýskalandi að funda með aðilum FOM háskólans. Sá skóli sérhæfir sig í námi með vinnu og er að mörgu leyti líkur Háskólanum á Bifröst.

Lesa meira
Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun 24. nóvember 2017

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík bjóða sameiginlega upp á nýtt nám í verslunarstjórnun í samstarfi við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks, Starfsmenntasjóð verslunarinnar, VR og Samtök verslunar og þjónustu. Markmiðið með náminu er að opna dyr fyrir þá sem mennta sig í verslun og þjónustu og vilja halda áfram í háskólanám. Sífellt eru gerðar auknar kröfur til stjórnenda í atvinnulífinu hvað menntun varðar og eru stjórnendur almennt nú flestir með háskólanám að baki. Nýtt fagháskólanám í verslunarstjórnun er ætlað að gefa starfandi verslunarstjórum færi á að styrkja sig í starfi með því að bæta við sig hæfni og öðlast menntun við hæfi.

Lesa meira
Áhugaverð meistararitgerð um íslenska stjórnendur 23. nóvember 2017

Áhugaverð meistararitgerð um íslenska stjórnendur

Bergþóra Hlín Arnórsdóttir lauk nýverið MS gráðu við Háskólann á Bifröst. Í lokaritgerð sinni rannsakaði Bergþóra verkefni og viðhorf opinberra stjórnenda og þá með hvaða hætti íslenskir stjórnendur falla að gildum norrænnar forystu. Ritgerð Bergþóru hefur vakið töluverða athygli vegna fræðilegs framlags hennar og í kjölfarið skrifaði hún fræðigreinina „Viðhorf íslenskra og danskra stjórnenda til starfsumhverfis í ljósi norrænna gilda“ásamt þeim Einari Svanssyni, sem var jafnframt leiðbeinandi Bergþóru og Kára Joensen. Greinin fjallar um niðurstöður nýrrar rannsóknar sem byggir á meistararitgerð hennar.

Lesa meira
Líflegar umræður á stefnumótunarfundi 22. nóvember 2017

Líflegar umræður á stefnumótunarfundi

Þann 21. október síðastliðinn hélt stjórn Háskólans á Bifröst stefnumótunarfund. Til fundarins var boðað fulltrúaráð skólans, starfsfólk, nemendur og fulltrúar aðstandenda skólans. Góð mæting var á fundinn en hann sóttu yfir 50 manns og mörg áhugaverð sjónarmið voru viðruð. Velt var upp spurningum er lutu m.a. að stefnupýramída skólans, Háskólanum á Bifröst eftir 10 ár, tengingu skólans við atvinnulífið, áherslum varðandi námsframboð og kennsluhætti, hugsanlega sameiningu við aðra háskóla, staðsetningu skólans, forgangsmál næstu ára og fleira.

Lesa meira
Verðlaunafrumkvöðull frá Háskólanum á Bifröst 21. nóvember 2017

Verðlaunafrumkvöðull frá Háskólanum á Bifröst

Asco Harvesterer ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem hlaut Frumkvöðlaverðlaun SSV árið 2017. Fyrirtækið var stofnað um þróun á sjávarslátturvélinni Asco og hefur verkefnið hlotið styrki m.a. úr Tækniþróunarsjóði, Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka, Atvinnumálum kvenna og Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Einn aðstandenda verkefnisins er Anna Ólöf Kristjánsdóttir. Hún útskrifaðist úr meistaranámi til MS gráðu í forystu stjórnun frá Háskólanum á Bifröst í júní fyrr á þessu ári. Anna Ólöf er Bifrestingur í húð og hár en hún hóf skólagöngu sína við Háskólann á Bifröst veturinn 2010 - 2011 með því að taka Mátt Kvenna, rekstrarnám fyrir konur.

Lesa meira
Magnús Árni til Kabúl 20. nóvember 2017

Magnús Árni til Kabúl

Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við félagsvísinda- og lagadeild, mun hverfa til starfa á vegum íslensku friðargæslunnar í Kabúl höfuðborg Afganistan eftir áramót.

Lesa meira
Markaðsstofa Vesturlands býður til málstofu 15. nóvember 2017

Markaðsstofa Vesturlands býður til málstofu

Markaðsstofa Vesturlands býður til málstofu á Bifröst 16. nóvember kl. 10-12:30. Málstofan fer fram í Hriflu.

Lesa meira
Vinnuhelgi meistaranema 10. nóvember 2017

Vinnuhelgi meistaranema

Nú stendur yfir vinnuhelgi meistaranema á Bifröst. Allt nám á meistarastigi við Háskólann á Bifröst er kennt í fjarnámi og geta nemendur stýrt hraða sínum í gegn um námið. Það hentar því einstaklega vel fyrir þá sem vilja stunda nám með vinnu. Vinnuhelgar eru fastur liður í náminu en þá mæta meistaranemar á Bifröst, sækja tíma, vinna verkefni og oft á tíðum koma gestafyrirlesarar úr atvinnulífinu. Í gær hélt Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri Já fróðlegan fyrirlestur á Bifröst í námskeiðinu stefnumótun og framtíðarsýn og fór yfir hvernig fyrirtækið vinnur að stefnmótun.

Lesa meira