Akademískt starf við félagsvísinda- og lagadeild laust til umsóknar 9. apríl 2019

Akademískt starf við félagsvísinda- og lagadeild laust til umsóknar

Háskólinn á Bifröst auglýsir laust 100% starf lektors/ dósents/prófessors í lögfræði við félagsvísinda- og lagadeild.
 
Helstu verkefni eru kennsla og rannsóknir í lögfræði, bæði á grunnstigi í viðskiptalögfræði (BS) og meistarastigi (ML), ásamt leiðsögn með B.S.- og M.L. ritgerðum nemenda.  Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af rafrænum kennsluháttum.
 
Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Fullnaðarpróf í lögfræði
  • Doktorsgráða í lögfræði er æskileg, LL.M gráða eða önnur framhaldsmenntun nauðsynleg. Svo og að umsækjandi hafi unnið fræðastörf.
  • Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi kennt á á. háskólastigi.
  • Enskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði

Umsóknarferli:

Umsókninni skal fylgja:

  1. Ferilskrá og ritaskrá
  2. Afrit af prófskírteinum og öðrum starfsréttindum
  3. Tvö umsagnarbréf og upplýsingar um hvernig má hafa samband við umsagnaraðila.

Upphafsdagur er sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.

Hægt er að sinna starfinu á skrifstofum skólans í Reykjavík eða á Bifröst.

Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans og eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Helga Kristín Auðunsdóttir, aðstoðardeildarforseti helgaa@bifrost.is Umsóknir skulu sendar á rektor@bifrost.is
Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2019
 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta