Landsþing LÍS haldið á Bifröst 2. apríl 2019

Landsþing LÍS haldið á Bifröst

Sjötta landsþing Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) var haldið í Háskólanum á Bifröst um helgina. Þar koma öll stúdentafélög landsins, ásamt Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, saman. Stefnumótun samtakanna sem og önnur aðalfundarstörf fara fram á landsþingi og er það mikill heiður að stúdentar velji sér að halda þingið í skólanum.

Yfirskrift þingsins var Sjálfbærni og háskólasamfélagið og var unnið að mótun á nýrri stefnu samtakanna í sjálfbærni innan íslensks háskólasamfélags. Þá var einnig samþykkt ný stefna um jafnrétti innan íslensks hákskólasamfélags sem og endurskoðuð stefna um alþjóðavæðingu íslensks háskólasamfélags. Hægt er að kynna sér samtökin og þingið sjálft hér, á heimasíðu LÍS

Teitur Erlingsson, varaforseti LÍS og fyrrum nemi við skólann segir þingið hafa gengið framar vonum, en þetta hafi verið fjölmennasta og lengsta þing samtakanna hingað til, en saman voru komnir tæplega 60 stúdentar á þinginu. Þá hafi öll þjónusta á Bifröst verið til fyrirmyndar. Þetta er í fjórða sinn sem þingið er haldið í skólanum og þökkum við stúdentum fyrir komuna og hlökkum til að taka oftar á móti þeim.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta