Miðasala fyrir árshátíð nemendafélagsins hafin
Árshátíð Nemendafélags Háskólans á Bifröst verður haldin 10. maí næstkomandi. Árshátíðin verður að þessu sinni haldin þegar vörnum á misserisverkefnum er lokið í húsakynnum skólans.
Dagskrá og matseðill kvöldsins:
Kl 19.30 munu Hjálmar Örn og Eva Ruza stýra skemmtun og borinn verður fram 3ja rétta kvöldverður.
Matseðill kvöldsins er:
Forréttahlaðborð:
• Grafinn lax með dillsósu
• Toscanamarineruð kjúklingaspjót
• Tómat og mozzarella salat með basilolíu
• Krabbasalat með crustine
• Salat
• Brauð og pestó
Aðalréttahlaðborð:
• Kryddjurtamarinerað lambalæri
• Ofnbakaðir kartöflubátar
• Ristað grænmeti
• Villisveppasósa
Eftirréttahlaðborð:
• Súkkulaðimús með vanillusósu
Vegan matseðill:
Forréttur
• Kúrbíts Carpaccio
Aðalréttur
• Sætkartöflubuff
• Tómat og mozzarella salat með basilolíu
• Salat
Eftirréttur
• Vegan Súkkulaðikaka frá Kaffi Kaja.
(ATH. þeir sem óska eftir Vegan mat verða að senda tölvupóst á nemendafelag@bifrost.is fyrir hádegi þann 9.maí).
Verðlaunaafhending fyrir misserisverkefnin verður yfir kvöldverðinum!
Eftir skemmtun og kvöldverð verður slegið upp dansleik í nemendaaðstöðunni og mun REDRobertsson halda uppi stuðinu fram eftir nóttu!
Verð á mann er kr. 6.000.
Verð á einungis ball er kr. 2.000
Miðasala fer fram á www.nemobifrost.com og stendur til 8.maí.
Frekari upplýsingar er að finna hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta