Akademískt starf við viðskiptadeild laust til umsóknar
Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst auglýsir eftir lektor eða dósent í 100% starf. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur þekkingu ásamt starfsreynslu á ýmsum sviðum forystu og stjórnunar og getur sinnt kennslu- og rannsóknarverkefnum, m.a. á sviðum mannauðsstjórnunar og þjónandi forystu.
Starfssvið:
- Viðkomandi þarf m.a. að geta komið að kennslu á fyrrnefndum sviðum.
- Stunda rannsóknir á einu eða fleirum fyrrnefndra sviða.
- Þátttaka við stjórnun ýmissa lykilverkefna deildarinnar.
- Þátttaka við þróun rannsóknarramma deildarinnar.
- Leiðsögn og prófdæming á B.S. og M.S. ritgerðum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Doktorspróf á einu af fyrrnefndum sviðum eða vera í doktorsnámi á einu af fyrrnefndum sviðum.
- Starfsreynsla sem nýtist við kennslu á fyrrnefndum sviðum.
- Reynsla af kennslu í fjarnámi, helst bæði á íslensku og ensku.
- Vilji og geta til að kenna í fjarnámi á ensku.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og vilji til að vinna í teymum.
- Reynsla af rannsóknarstörfum.
- Við ráðningu verður miðað við, að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum viðskiptafræðideildar.
Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans og eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við rektor, rektor@bifrost.is eða staðgengil deildarforseta vidskiptadeild@bifrost.is. Umsóknir skal senda á rektor@bifrost.is og skulu innihalda kynningarbréf, starfsferilskrá, afrit af prófskírteinum, yfirlit yfir starfsreynslu og fræðistörf, auk tveggja umsagnarbréfa og upplýsingar um hvernig má hafa samband við umsagnaraðila. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2019. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 15. ágúst 2019.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta