James Einar Becker tekur við starfi framkvæmdastjóra markaðssviðs 3. apríl 2019

James Einar Becker tekur við starfi framkvæmdastjóra markaðssviðs

James Einar Becker hefur hafið störf við skólann á ný eftir fæðingarorlof og tekið við starfi framkvæmdastjóra markaðssviðs.

Framkvæmdastjóri markaðssviðs hefur meðal annars yfirumsjón með störfum markaðsdeildar, sér um samstarf við aðila skólans, vinnur auglýsingar og kynningarefni fyrir skólann, veitir ráðgjöf vegna efnis sem sent er í nafni skólans, heldur utan um heimasíðu skólans, ber ábyrgð á innri markaðsmálum, fylgist með upplýsingaflæði skólans og fleira.

James er með AP gráðu í margmiðlun og hönnun frá Business Akademy Aarhus og B.S. top-up gráðu í stafrænni markaðssetningu frá sama skóla. James hefur starfað við markaðssvið háskólans frá árinu 2014 sem margmiðlunarhönnuður. Hann rekur þar að auki eigið margmiðlunar fyrirtæki, Hrafnart.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta