Fréttir og tilkynningar
81 nemandi brautskráður um helgina við hátíðlega athöfn
Í dag laugardaginn 16. júní, útskrifaði Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst alls 81 nemanda við hátíðlega athöfn. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr Háskólagátt, viðskiptadeild og félagsvísinda- og lagadeild.
Lesa meira
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 16. júní
Næstkomandi laugardag hinn 16. júní kl. 10 verður brautskráning frá Háskólanum á Bifröst. Alls útskrifast um 80 nemendur úr grunn- og meistaranámi og Háskólagátt.
Lesa meira
Háskólagátt - Engin skólagjöld og hægt að stunda nám með fullri vinnu
Langar þig í háskólanám en hefur ekki lokið stúdentsprófi?
Þá er Háskólagátt Háskólans á Bifröst rétti kosturinn fyrir þig. Hvort sem þú ert á vinnumarkaði eða vilt snúa þér alfarið að náminu þá erum við með lausnina fyrir þig. Háskólinn á Bifröst er persónulegur háskóli þar sem nemendum er gert kleift að stunda nám með fullri vinnu.
Umsóknarfrestur um nám í Háskólagátt Háskólans á Bifröst rennur út 15. júní.

Breytt verklag til að koma í veg fyrir kynbundna áreitni og ofbeldi
Nýjar verklagsreglur og forvarnaráætlun hafa nú tekið gildi við Háskólann á Bifröst en í kjölfar #Me too umræðunnar var farið í allsherjar skoðun á regluverki háskólans um kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi. Háskólaráð Háskólans á Bifröst átti frumkvæðið að vinnunni en að henni komu nemendur, starfsfólk og akademískir starfsmenn skólans.
Lesa meira
Vel heppnaður opinn dagur á Bifröst
Á laugardag fór fram Opinn dagur Háskólans á Bifröst og heppnaðist hann vel. Fjöldi gesta leit við til að kynna sér námsframboð og fyrirkomulag skólans og buðu nemendur gestum í gönguferðir um skólann og umhverfi hans.
Lesa meira
Tvö framúrskarandi misserisverkefni
Misserisvarnir fóru fram við Háskólann á Bifröst dagana 17. og 18. maí. Misserisverkefni eru hópverkefni sem nemendur vinna undir leiðsögn kennara og þurfa að verja í kjölfarið fyrir prófnefnd. Tilgangur misserisverkefna er margþættur en þau veita nemendum t.a.m. tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og öðlast þannig meiri sérfræðiþekkingu en ella. Þá eru verkefnin oft unnin í nánum tengslum við fyrirtæki og stofnanir og veita þannig innsýn í viðfangsefni og vandamál atvinnulífsins.
Lesa meira
Háskólinn á Bifröst tekur upp Ugluna
Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla
Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiginlegan vilja til að vinna að því að
tölvukerfið Ugla, sem er í eigu Háskóla Íslands, verði innleitt hjá Háskólanum á Bifröst á
árinu 2019. Uglan hefur hingað til eingöngu verið notuð sem megintölvukerfi opinberu
háskólanna þannig að hér er um nokkur tímamót að ræða hvað notkun hennar varðar.

Akademísk húsverk og menntabil í háskólamenntun til umræðu á Bifröst
Framtíð háskólastarfs á landsbyggðinni var yfirskrift tólftu árlegu ráðstefnunnar um íslenska þjó...
Lesa meira
Ráðstefna um íslenska þjóðfélagið haldin í Háskólanum á Bifröst 10. – 11. maí
Háskólinn á Bifröst verður aðsetur tólftu ráðstefnunnar um íslenska þjóðfélagið 10. – 11. maí nk., en ráðstefnan er vettvangur fyrir fræðimenn í öllum greinum hug- og félagsvísinda til að koma á framfæri rannsóknaverkefnum sínum og bera saman bækur sínar við aðra fræðimenn.
Lesa meira