17. janúar 2020
Aldrei fleiri nýnemar hafið nám á vorönn
Nú um áramótin hefja yfir 70 nýnemar nám við Háskólann á Bifröst og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá barst einnig metfjöldi umsókna nú fyrir vorönn, en þær voru yfir 170 talsins. Nemendur við skólann eru þá orðnir vel á sjöunda hundrað en þeim hefur fjölgað statt og stöðugt síðastliðin tvö ár.
Segja má að þessir nýnemar komi að miklu leyti inn í nýjan skóla, miðað við fyrri nýnema, en miklar breytingar áttu sér stað á síðastliðnu ári. Skipt var um kennslu-, nemendaskrár-, og prófakerfi og er innleiðingu þeirra að mestu leyti lokið. Þá hafa verið gerðar miklar umbætur á húsnæði og aðstöðu skólans á Bifröst. Kennslustofur hafa verið uppfærðar og aðstaða nemenda til hópavinnu og afslöppunar einnig verið betrumbætt til muna.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta