Heimsókn Prófessor Peter V. Schaeffers við Háskólann á Bifröst
Háskólinn á Bifröst vinnur nú að reglubundnu mati á gæðum í innri starfsemi sinni í samræmi við reglur um gæðamat íslenskra háskóla. Þessi vinna er liður í undirbúningi fyrir ytri úttekt á skólanum sem fer fram haustið 2020, svokallað „Institution-Wide Review“.
Starfshópur stýrir þessum undirbúningi sem hefur staðið yfir frá byrjun árs 2019 og fékk hann Prófessor Peter V. Schaeffer frá West Virginia University í Bandaríkjunum til að vera til ráðgjafar og stuðnings. Peter heimsótti Háskólann á Bifröst dagana 12. og 13. desember þar sem hann hélt nokkra fundi með fulltrúum nemenda og starfsfólks, bæði í Reykjavík og á Bifröst. Peter mun gefa skriflegt álit á undirbúningi háskólans fyrir ytra matið og á skólastarfinu almennt.
Afrakstur þessarar vinnu verður svokölluð Reflective Analysis Report, sem verður skilað til Gæðaráðs íslenskra háskóla með vorinu. Skýrslan, ásamt sjálfsmatsskýslum viðskiptadeildar og félagsvísinda- og lagadeildar eru grunnur fyrir úttekt á háskólanum sem verður framkvæmd af erlendri sérfræðinganefnd. Úttektin á að fara fram í lok október 2020 en sambærileg úttekt fór fram árið 2015.
Háskólinn þakkar bæði starfsfólki og nemendum sem gáfu sér tíma til að ræða starfsemi skólans við Peter Schaeffer. Þátttaka nemenda í innra starfi skólans er mikilvægur þáttur í eflingu gæða og því ytra mati sem framundan er á árinu 2020.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta