Fréttir og tilkynningar

Botninn sleginn í afmælisárið með veglegri hátíð á Bifröst 9. nóvember 2018

Botninn sleginn í afmælisárið með veglegri hátíð á Bifröst

Í ár hefur því verið fagnað með ýmsu móti að 100 ár eru liðin frá að hornsteinn var lagður að skólastarfi við Háskólann á Bifröst en árið 1918 var stofnaður í Reykjavík Samvinnuskólinn sem Háskólinn á Bifröst á rætur sínar að rekja til. Starfsemi hófst í desember en skólasetningin hafði þá dregist nokkuð vegna spænsku veikinnar sem geisaði í Reykjavík.

Lesa meira
Frá Bifröst til New York 6. nóvember 2018

Frá Bifröst til New York

Sandra Ýr Pálsdóttir Zarabi lauk BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti frá Háskólanum á Bifröst í febrúar síðastliðnum og hlaut hæstu einkunn í grunnnámi við viðskiptadeild. Hún hefur nú hlotið inngöngu í meistaranám í samþættri markaðsstjórnun með áherslu á vörumerkjastjórnun við New York University.

Lesa meira
Ráðstefna um Norræna menningarstefnu á Bifröst 2. nóvember 2018

Ráðstefna um Norræna menningarstefnu á Bifröst

Norræna ráðstefnan um rannsóknir á menningarstefnu verður haldin við Háskólann á Bifröst í ágúst árið 2019. Þetta er í níunda sinn sem ráðstefnan er haldin en í fyrsta sinn á Íslandi. Þema ráðstefnunnar er menningarstefna á jaðrinum, jaðarmenning og álitamál henni tengd, til að mynda hvað teljist á jaðrinum í menningarstefnu og rannsóknum á menningarstefnu. Út frá þessu þema kynna fyrirlesarar á ráðstefnunni rannsóknir sínar tengdum Norrænni menningarstefnu frá margvíslegum sjónarhornum og út frá ólíkum nálgunum og aðferðafræði.

Lesa meira
Afmælisárgangur í heimsókn á Bifröst 31. október 2018

Afmælisárgangur í heimsókn á Bifröst

Hópur fyrrum nemenda Samvinnuskólans sem útskrifaðist árið 1963 heimsótti gamlar slóðir á dögunum. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, tók vel á móti hópnum og leiddi hann í gönguferð um svæðið, að því loknu var snæddur hádegisverður á hótelinu og endaði hópurinn síðan góðan dag við Glanna áður en haldið var aftur til höfuðborgarinnar.

Lesa meira
Nýting þjónandi forystu minnkar hættu á kulnun í starfi 16. október 2018

Nýting þjónandi forystu minnkar hættu á kulnun í starfi

Komin er út ný bók í ritstjórn þeirra Dirk van Dierendonck og Kathleen Patterson byggð á nýjum rannsóknum á sviði Þjónandi forystu. Bókin ber heitið Practicing Servant Leadership, Developments in Implementation. Árið 2010 gáfu sömu höfundar út bókina Servant Leadership, Devlopements in theory and research.

Lesa meira
Ný vefsíða nemendafélagsins opnuð 11. október 2018

Ný vefsíða nemendafélagsins opnuð

Nemendafélag Háskólans á Bifröst (NFHB) hefur opnað nýja og glæsilega vefsíðu þar sem m.a. má kynna sér allt það helsta sem framundan er hjá félaginu auk þess að lesa Bifrestinginn, nýtt fréttabréf NFHB.

Lesa meira
Rafbókasafn Háskólans á Bifröst fer ört stækkandi 5. október 2018

Rafbókasafn Háskólans á Bifröst fer ört stækkandi

Bókasafn Háskólans á Bifröst er nú að finna inn af fordyri skólans en hópur starfsmanna vann ötullega að flutningi þess nú í byrjun sumars. Á bókasafninu er að finna dágóðan bókakost sem háskólabókaverðir hafa í gegnum tíðina nostrað við að kaupa inn og í vor var einnig opnað rafbókasafn. Núverandi forstöðukona bókasafnsins og skjalastjóri, Þórný Hlynsdóttir, segir að núorðið kaupi hún inn á safnið flest ef ekki allt sem tengist pólitík og lögum eða siðfræði, hvort sem það eru ævisögur eða krimmar!

Lesa meira
Skapandi svæði og menning í borginni 3. október 2018

Skapandi svæði og menning í borginni

Á vegum European Sociological Association – Sociology of the arts er annað hvert ár haldin stór, akademísk ráðstefna helguð menningu. Ráðstefnan var haldin á Möltu í þetta sinn og var yfirskrift hennar Creative locations, arts, culture & the city. Þau Sigrún Lilja Einarsdóttir, dósent og forseti félagsvínda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst og Njörður Sigurjónsson, dósent við deildina, sóttu ráðstefnuna sem er ætluð fólki sem stundar rannsóknir á sviði menningarstjórnunar og menningarstefnu.

Lesa meira
Viðvörun vegna tölvupósts frá óvönduðum aðilum 28. september 2018

Viðvörun vegna tölvupósts frá óvönduðum aðilum

Tölvudeild Háskólans á Bifröst vill benda á að verið sé að senda út pósta sem virðast vera frá Of...

Lesa meira