7. september 2020

Elín Jónsdóttir hefur störf sem umsjónarmaður laganáms við skólann

Elín Jónsdóttir hefur tekið til starfa sem umsjónarmaður laganáms við Háskólann á Bifröst og mun jafnframt koma að stefnumótun varðandi laganám í samstarfi við stjórnendur skólans. Hún er lögfræðingur frá Háskóla Íslands með LL.M. gráðu frá Duke háskóla í Bandaríkjunum og MBA gráðu frá Viðskiptaháskólanum í Stokkhólmi, auk prófs í verðbréfaviðskiptum. Elín hefur starfað við lögfræði og stjórnun og var m.a. framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Íslandsbanka, forstjóri Bankasýslu ríkisins og framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Arev. Þá hefur Elín viðamikla reynslu af stjórnarstörfum m.a. sem stjórnarformaður Tryggingarmiðstöðvarinnar og Regins fasteignafélags. Elín situr nú í stjórn Borgunar hf., Skeljungs hf., og Arnrúnar hses., sem er byggingarfélag Kvennaathvarfsins.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta