 
				Starf kennslustjóra við Háskólann á Bifröst
Háskólinn á Bifröst leitar að kennslustjóra með skipulags- og stjórnunarhæfileika, reynslu á sviði skólamála og metnað og áhuga á að taka virkan þátt í frekari uppbyggingu og þróun fjarnáms. Háskólinn á Bifröst er framsækinn háskóli sem hefur verið leiðandi í uppbyggingu hagnýts fjarnáms á háskólastigi hér á landi síðastliðin 20 ár.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- 
		Stjórnun kennslu- og þjónustusviðs skólans.
- 
		Ábyrgð á kennslu- og prófakerfum og þátttaka í þróun stafrænnar þjónustu.
- 
		Ábyrgð á skipulagi, mati á námi, innritun, prófum og brautskráningu nema.
- 
		Ábyrgð á tölfræðilegum upplýsingum.
- 
		Þróun á sviði kennslumála, námskrár, kennslufyrirkomulags ofl.
- 
		Ábyrgð á birtingu námskeiðslýsinga og námskráa í samráði við deildarforseta.
- 
		Ábyrgð á upplýsingastreymi til kennara og nema um skipulagsmál.
- 
		Skipulagning fræðslu fyrir kennara í samvinnu við deildarforseta.
- 
		Þátttaka í nefndarstarfi utan og innan skólans eftir atvikum.
- 
		Samstarf og samráð við aðra stjórnendur skólans varðandi kennslumál.
- 
		Kennslustjóri situr í framkvæmdastjórn skólans og háskólaráði.
Hæfniskröfur:
- 
		Meistaragráða sem nýtist í starfi.
- 
		Þekking á skólaumhverfi, kennslukerfum, uppbyggingu og þróun náms.
- 
		Reynsla af umsjón og skipulagsmálum í skólastarfi.
- 
		Reynsla af stjórnun, skipulagsmálum og/eða kennslu á háskólastigi er kostur.
- 
		Færni í greiningu og túlkun tölfræðilegra gagna.
- 
		Leiðtoga- og stjórnunarfærni.
- 
		Skipulagshæfileikar.
- 
		Samskipta- og samráðsfærni.
- 
		Mjög góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti.
Umsókn: Með umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilságrip, afrit af útskriftarskírteinum og kynningarbréf þar sem kemur fram m.a. lýsing á hugmyndum umsækjanda um hlutverk kennslustjóra á háskólastigi, hugmyndafræði í kennslumálum og stjórnun og teymisvinnu starfsfólks. Starfsstöð: Bifröst.
Nánari upplýsingar og umsóknarvef er að finna hér: https://alfred.is/starf/kennslustjori
Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí 2020.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta