Njörður Sigurjónsson nýr forseti félagsvísinda- og lagadeildar 7. ágúst 2020

Njörður Sigurjónsson nýr forseti félagsvísinda- og lagadeildar

Njörður Sigurjónsson, prófessor í menningarstjórnun, hefur verið ráðinn forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst. Hann tekur við af Magnúsi Árna Skjöld Magnússyni, sem mun halda áfram sem dósent við skólann.

Njörður hefur síðan 2004 kennt við meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst en hann var áður framkvæmdastjóri Bókmenntasjóðs, markaðsstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og sviðs- og sýningarstjóri í Íslensku Óperunni. Njörður er doktor í menningarstjórnun (Cultural Policy and Management) frá City Unversity í Lundúnum. Þá hefur hann lokið M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum og BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands. Njörður hefur birt fjölda ritrýndra greina, bókakafla og almennra erinda á sínu sviði sem hafa birst í bókum og alþjóðlegum tímaritum.

Nánari upplýsingar um rannsóknir og störf Njarðar er að finna hér í starfsferilsskrá.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta