Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir ráðin kennslustjóri Háskólans á Bifröst 11. ágúst 2020

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir ráðin kennslustjóri Háskólans á Bifröst

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir hefur verið ráðin í starf kennslustjóra við Háskólann á Bifröst. Hún útskrifaðist með MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2013 og hefur starfað sem slíkur við skólann frá árinu 2014. Halldóra er Borgfirðingur að ætt og uppruna frá Brekkukoti í Reykholtsdal og býr nú ásamt fjölskyldu sinni í Reykholti. Halldóra hefur setið í ýmsum nefndum og stjórnum, meðal annars situr hún í sveitarstjórn Borgarbyggðar, er formaður byggðaráðs og situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

Jafnframt þakkar skólinn fráfarandi kennslustjóra, Dagnýju Kristinsdóttur, fyrir mikilvægt og gott framlag hennar til skólans en hún er að taka við nýju starfi sem skólastjóri Hvassaleitisskóla í Reykjavík.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta