Fjölbreytt úrval hagnýtra sumarnámskeiða 15. júní 2020

Fjölbreytt úrval hagnýtra sumarnámskeiða

Í sumar verður fjölbreytt úrval sumaráfanga í boði við Háskólann á Bifröst. Áfangarnir eru opnir öllum, hvort sem umsækjendur stefna á áframhaldandi nám, eru nú þegar í námi eða vilja einfaldlega nýta tímann og bæta við sig þekkingu. Umsóknarfrestur er til 30. júní næstkomandi en námskeiðin hefjast öll 6. júlí.

Námskeiðin eru fimm talsins og er markmiðið þeirra að vera hagnýt nemendum í lífi og starfi. Hér að neðan má finna stutta lýsingu þeirra námskeiða sem í boði eru.

Krossgötur - taktu stjórn á lífinu

Þetta nýstárlega námskeið er sniðið fyrir þá sem standa á krossgötum í lífinu. Leiðbeinendur hafa meðal annars hamingjufræði til grundvallar og deila hagnýtum aðferðum með það að markmiði að valdefla þátttakendur til að vera við stjórnvölinn í eigin lífi í stað þess að berast með straumnum.

Krossgötur 6 ECTS

Alþjóðakerfið og hnattrænar áskoranir

Í þessu námskeiði verður fjallað um þau kerfi sem komið hefur verið upp á undanfarinni öld til að fást við hnattrænar áskoranir sem munu verða æ meira áberandi í umræðunni og í umgjörð daglegs lífs. Hnattrænar áskoranir eiga það sameiginlegt að hafa veruleg áhrif á allt mannkyn eða stóran hluta þess, virða engin landamæri, vera viðvarandi og til langframa og yfirleitt samtvinnaðar.

Alþjóðakerfið og hnattrænar áskoranir 6 ECTS

Academic English

Þetta námskeið er sniðið fyrir þá sem tala ensku sem annað mál en vilja bæta sig í fræðilegri ensku. Farið er yfir skrif á fræðilegum textum, auk þess að nemendur fá þjálfun í að lesa fræðilega ensku.

Academic English 6 ECTS

Máttur kvenna

Þetta námskeið er hugsað fyrir konur sem hafa áhuga á að stofna eigin rekstur og útfæra viðskiptahugmynd sína. Sjónum er beint að frumkvöðlastarfi á Íslandi, eðli þess og umhverfi, með sérstaka áherslu á reynslu kvenfrumkvöðla og kynbundnar áskoranir í nýsköpunarumhverfi atvinnulífsins, einkum kynbundnar hindranir í einkalífi og á vinnumarkaði.

Máttur kvenna 3 ECTS

Advancing women (taught in english)

This course is tailor-made for women to encourage and support them to develop their entrepreneurship mindset and help them to form their business idea. The main focus will be on the innovation environment in Iceland, based on the experience of female entrepreneurs, as well as casting the light on gender-based issues in entrepreneurship in the Icelandic job market.

Advancing Women 3 f-ein einingar.

Hvert námskeið kostar 66.000 kr, fyrir utan Advancing Women sem er gjaldfrjálst.

Hægt er að sækja um námið hér.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta