Fréttir og tilkynningar

Nýjar pælingar og verkefni í þjónandi forystu
Tólfta febrúar næstkomandi verður umræðu- og kynningarfundur um helstu verkefni og pælingar varðandi þjónandi forystu á Suðurlandsbraut 22.
Lesa meira
Nýr gæðastjóri Háskólans á Bifröst
Stefnán Kalmanson hefur tekið við stöðu gæðastjóra af Signýju Óskarsdóttur.
Lesa meira
Heiður að vera valin til þátttöku í alþjóðlegu lagaverkefni
Íris Hervör og Kristófer Kristjánsson hafa verið valin úr hópi laganema við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst til að taka þátt í LawWithoutWalls, samstarfsverkefni margra virtustu lagadeilda í heimi.
Lesa meira
Lektor í lögfræði flytur erindi á virtri, ástralskri ráðstefnu
Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor á félagsvísinda- og lögfræðisviði Háskólans á Bifröst, flutti fyrir nokkru erindi á árlegri Janders Dean Horizons ráðstefnunni í Sydney í Ástralíu. Þetta er í annað sinn sem hún heldur erindi á þessari virtu ráðstefnu. Á ráðstefnunni var einblínt á nýjungar í lögfræðiþjónustu og hvernig mætti veita þátttakendum innblástur til að innleiða nýjan hugsunarhátt í sínu starfi og innan síns fyrirtækis.
Lesa meira
Kynningarfundur um diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun
Kynningarfundur vegna diplómanáms í viðskiptafræði og verslunarstjórnun verður haldinn þann 10. janúar kl. 14.00 - 14.40 í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Diplómanámið er sérsniðið að starfi verslunarstjóra. Námið byggir á ítarlegri greiningu á starfi verslunarstjóra og er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík og starfsmenntasjóðanna SVS og SV. Það er tilvalin leið og tækifæri fyrir verslunarstjóra til þess að nýta reynslu sína og þekkingu til þess að bæta við sig námi.
Lesa meira
Nýr verkefnastjóri kennslu
Lilja Björg Ágústsdóttir hefur tekið við stöðu verkefnastjóra kennslu af Valgerði Guðjónsdóttur.
Lesa meira
Mannabreytingar á markaðssviði
Teitur Erlingsson hefur tekið við stöðu samskiptastjóra í stað Maríu Ólafsdóttur sem fer í fæðingarorlof 1. febrúar og Lilju Bjargar Ágústsdóttur sem hefur tekið við stöðu verkefnastjóra kennslu.
Lesa meira
Háskólinn á Bifröst áfram í góðri sókn
Góð aðsókn er í áfram í nám við Háskólann á Bifröst en fjöldi umsókna bæði í grunn- og meistaranám fer vaxandi frá ári til árs. Háskólinn hefur verið í góðri sókn síðustu árin og er í fararbroddi í fjarnámi á Íslandi. Skráðir nemendur á vorönn 2019 eru um 100 fleiri en á sama tíma í fyrra. Töluverður fjöldi erlendra nemenda verða í námi við skólann á næstu önn en reiknað er með að þeir verð a.m.k. um 70 talsins.
Lesa meira
Laganemar flytja mál sín í Héraðsdómi Reykjavíkur
Nemendur á námskeiðinu Málflutningur & skjalagerð við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst fluttu fyrir skömmu lokaverkefni sín á námskeiðinu fyrir framan þrjá dómara. Lokaverkefnið fólst í því að undirbúa rekstur einkamáls, gera stefnu og greinargerð og flytja loks málin munnlega fyrir Héraðsdómi Bifrastar. Nemendur og kennarar á námskeiðinu voru svo lánsám að fá sal í Héraðsdómi Reykjavíkur og tókst flutningur málanna vel.
Lesa meira