Handbók og ráðstefna um hönnunarhugsun í menntageiranum
Handbókin „Design Thinking: a pracical guide.“ A handbook for managers in higher education er afurð þriggja ára samstarfs Hákólans á Bifröst og háskóla í sjö öðrum Evrópulöndum. Í handbókinni er fjallað um hönnunarhugsun í menntageiranum. Handbókin er öllum aðgengileg í rafrænum opnum aðgangi.
Lögð er áhersla á hagnýtt notagildi handbókarinnar. Þar er lýst undirbúningi og framkvæmd vinnustofa sem fram fóru á vettvangi samstarfsskólanna í Evrópu en markmið vinnustofanna var að þjálfa fólk sem starfar í menntageiranum í notkun aðferða hönnunarhugsunar. Einnig er greint frá dæmum um notkun þessara aðferða í daglegu starfi stjórnenda menntastofnana á háskólastigi. Farið er yfir undirbúning vinnustofa, nauðsynleg aðföng, samsetningu dagskrár, tímalengd, val á aðferðum, framkvæmd og mat á árangri. Hagnýt ráð byggð á endurliti þátttakenda eru til þess fallin að styðja bæði byrjendur og lengra komna í innleiðingu og notkun aðferða hönnunarhugsunar í menntageiranum. Handbókin er viðbót fyrir fyrri tvær útgáfur verkefnisins þar sem annars vegar var lýst raundæmum af notkun hönnunarhugsunar úr háskólaumhverfi og var hins vegar safn aðferða sem nota má við kennslu eða þjálfun, hvort sem er fyrir vinnustofur eða sem hluta af stjórnendanámi.
Háskólinn á Bifröst er þátttakandi í samstarfsverkefninu DT.Uni og vinnur þar í samstarfi við sjö aðra evrópska háskóla að þróun námsgagna og kennsluaðferða í hönnunarhugsun (e. Design Thinking). Verkefnið er styrkt af Erasmus+ styrkjaáætlun ESB. Vefsíðu verkefnisins má nálgast hér:
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta