Bifröst á Þjóðarspegli í HÍ 29. október 2020

Bifröst á Þjóðarspegli í HÍ

Þjóðarspegill, ráðstefna í félagsvísindum, er haldinn í Háskóla Íslands ár hvert. Að þessu sinni verður Þjóðarspegillinn rafrænn og haldinn föstudaginn 30. nóvember. Þar verða flutt á þriðja hundrað erindi í 52 málstofum.

Ein af þessum 52 málstofum er í höndum kennara á Bifröst. Yfirskrif hennar er Norræn stjórnun og forysta og er málstofustjóri Einar Svansson dósent við Háskólann á Bifröst. Í málstofunni verður fjallað um stjórnum og forystu í norrænu og alþjóðlegu samhengi, bæði með samanburði við Norðurlönd eða norræn líkön, og ransóknir um stjórnun.

Þóra Þorgeirsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst fjallar í samstarfi við Clare Kelliher, prófessor við Cranfield School of Management, um stjórnun sveigjanlegrar teymisvinnu. Einar Svansson og Sigrún Lilja Einarsdóttir, bæði dósentar við Háskólann á Bifröst, fjalla um hvernig helstu einkenni góðrar stjórnunar ríma við norrænan stjórnunarstíl og um nokkur einkenni slæmrar stjórnunar á Norðurlöndum, hvort tveggja með dæmum fra forystukonum á Íslandi. Þá fjallar Arney Einarsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst um mannauðsstjórnun á Íslandi í norrænu og alþjóðlegu samhengi. Loks fjalla Ingólfur Arnarsson lektor við Háskólann á Bifröst og Guðjón Ragnar Jónasson, forstöðumaður Háskólagáttar og símenntunar á Bifröst um Loftleiðir og norræna stjórnunarmódelið.

Málstofan Norræn stjórnun og forysta stendur milli kl. 13 og 14.45. Nánari upplýsingar um dagskrá og ágrip erinda er að finna hér.

Nánari upplýsingar um dagskrá þjóðarspegils hér

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta