Nemandi á Bifröst í dómnefnd um barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs
Markús Már Efraím var dögunum skipaður í dómnefnd vegna barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs. Markús stundar diplómanám í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst.
Markús er rithöfundur og hefur starfað sem grunnskólakennari, bókavörður og frístundaleiðbeinandi. Hann hefur unnið með börnum í 15 ár og að hans mati eru börn besta útgáfan af mannkyninu. Hann hefur kennt yfir 800 börnum skapandi skrif á frístundaheimilum, í skólum, á bókasöfnum og öðrum menningarstofnunum. Þá hefur hann unnið að stofnun barnamenningarhúss í Reykjavík en það viðfangsefni er aðalviðfangsefni hans í náminu á Bifröst.
Markús ritstýrði bókinni Eitthvað illt á leiðinni er, safni hrollvekja eftir 8-10 ára nemendur hans, en bókin hlaut tvær tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur og hafa sögurnar
birst áhorfendum Stundarinnar okkar. Markús var einn stofnenda, og fyrsti formaður, Sagna – samtaka um barnamenningu sem standa m.a. að söguverkefni á KrakkaRÚV og Verðlaunahátíð barnanna. Í febrúar 2019 stofnaði Markús Rithöfundaskóla í Gerðubergi þar sem 8-13 ára börn sækja vikulegar ritsmiðjur. Markús situr í Board of Advisors fyrir The International Alliance of Youth Writing Workshops, alþjóðlegs nets ritvera.
Markús hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir störf sín með börnum.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta