Móttökustjóri - Spennandi starf í einstöku umhverfi og heillandi samfélagi
Móttökustjóri Háskólans á Bifröst er í lykilhlutverki í móttöku skólans, tekur á móti erindum, sinnir upplýsingagjöf og starfar á kennslusviði skólans. Háskólinn á Bifröst er framsækinn háskóli sem hefur verið leiðandi í uppbyggingu hagnýts fjarnáms á háskólastigi hér á landi síðastliðin 20 ár.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
-
Umsjón með móttöku og pósti skólans
-
Símsvörun
-
Útgáfa vottorða, skírteina
-
Umsjón með útgáfu aðgangskorta starfsfólks
-
Innkaup á skrifstofuvörum
-
Aðstoð við útskriftir
-
Umsjón með bókunum í fundarsali og stofur
-
Umsjón með tækjabúnaði í kennslustofum og sölum og önnur verkefni
-
Aðstoð við rektor og kennslusvið vegna fundarhalda og annarra verkefna
-
Aðstoð og upplýsingagjöf við nemendur, gesti og gangandi
-
Ýmis önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
-
Menntun sem nýtist í starfi, að lágmarki stúdentspróf eða sambærilegt
-
Reynsla úr þjónustustarfi- og/eða móttökustjórnun
-
Góð íslensku- og enskukunnátta
-
Góð tölvukunnátta
-
Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund
Umsókn: Með umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilsskrá, afrit af útskriftarskírteinum og kynningarbréf. Starfsstöð: Háskólinn á Bifröst.
Allar umsóknir skulu fara í gegnum Alfred.is
Nánari upplýsingar: Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri. Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember 2020. Umsóknir og fyrirspurnir um starfið skal senda á netfangið kennslustjori@bifrost.is
Háskólinn á Bifröst vinnur samkvæmt jafnréttisáætlun skólans og hvetur alla óháð kyni til að sækja um.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta