Fréttir og tilkynningar

Tvær konur bætast við viðskiptasvið Háskólans á Bifröst 17. apríl 2015

Tvær konur bætast við viðskiptasvið Háskólans á Bifröst

Tvær konur hafa bæst í hóp kennara við viðskiptasvið Háskólans á Bifröst. Þetta eru þær Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir og Geirlaug Jóhannsdóttir.

Lesa meira
Konur í klassískri tónlist - fundur um kynjamisrétti innan klassíska tónlistargeirans 16. apríl 2015

Konur í klassískri tónlist - fundur um kynjamisrétti innan klassíska tónlistargeirans

Umræðufundur á vegum Menningarstjórnunar við Háskólann á Bifröst mánudaginn 20. apríl, Hverfisgötu 4-6, 5. hæð, klukkan 13.00 - 13.55.

Lesa meira
Málstofa Nomos: Jón Steinar Gunnlaugsson 16. apríl 2015

Málstofa Nomos: Jón Steinar Gunnlaugsson

Fimmtudaginn 16.apríl mun Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi Hæstaréttadómari koma á Bifröst og halda málstofu í boði Nomos.

Lesa meira
Opinn dagur á Bifröst 1. maí 14. apríl 2015

Opinn dagur á Bifröst 1. maí

Þann 1. maí verður opinn dagur á Bifröst sem er árlegur viðburður hjá skólanum. Háskólaþorpið fer þá í sparifötin og býður alla gesti velkomna í heimsókn og skoða aðstöðu nemenda og vistaverur. Nemendur, kennarar og starfsfólk kynnir námið við skólann og íbúðir og herbergi nemenda verða einnig sýndar.

Lesa meira
Halda námskeið til að efla fátækar konur í Tansaníu 11. apríl 2015

Halda námskeið til að efla fátækar konur í Tansaníu

Þrír kennarar frá háskólanum á Bifröst lögðu í morgun af stað til Tansaníu, þar sem þau ætla næstu vikur að halda námskeið til að efla fátækar konur til sjálfshjálpar.

Lesa meira
Háskólinn á Bifröst rannsakar fyrir ferðaþjónustuna 8. apríl 2015

Háskólinn á Bifröst rannsakar fyrir ferðaþjónustuna

Háskólinn á Bifröst og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafa gert samninga um tvö rannsóknaverkefni á sviði ferðaþjónustu. Annað verkefnanna fjallar um umfang íbúðagistingar og þróun á lagalegu umhverfi hennar. Hitt verkefnið er rannsókn á launum í ferðaþjónustu í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Þessi verkefni verða að mestu leyti unnin í sumar á Bifröst og miðað er við að nemendur Háskólans á Bifröst aðstoði eftir föngum við rannsóknirnar. Verkefnunum á að vera lokið í október. Fleiri rannsóknaverkefni eru í undirbúningi.

Lesa meira
Páskafrí 30. mars 2015

Páskafrí

Háskólaskrifstofan verður lokuð í páskafríinu frá og með 30. mars til og með 1. apríl nk. Við opnum aftur þriðjudaginn 7. apríl kl. 8.00.

Gleðilega páska.

Lesa meira
Gæðaúttekt á Háskólanum á Bifröst 25. mars 2015

Gæðaúttekt á Háskólanum á Bifröst

Gæðaráð íslenskra háskóla framkvæmir úttekt á Háskólanum á Bifröst dagana 24.-26. mars en áður hafa samsvarandi úttektir verið gerðar á öðrum háskólum hér á landi, síðast á Háskóla Íslands í janúar sl. Úttektarnefndin er skipuð tveimur fulltrúum gæðaráðsins, tveimur erlendum sérfræðingum og nemanda við Listaháskóla Íslands.

Lesa meira
Auglýsing um aðalfund Hollvinasamtaka Bifrastar 2015 24. mars 2015

Auglýsing um aðalfund Hollvinasamtaka Bifrastar 2015

Aðalfundur Hollvinasamtaka Bifrastar verður haldinn í Reykjavík, í fundarsal Háskólans á Bifröst að Hverfisgötu 4-6, 5. hæð, miðvikudaginn 8. apríl 2015, kl. 20:00.

Lesa meira