15. júní 2015

Opið fyrir umsóknir til 15. júní

Frestur til að sækja um í grunnnámi rennur út 15. júní næstkomandi. Í boði eru fjölbreyttar námsbrautir á viðskiptasviði, lögfræðisviði og félagsvísindasviði. Grunnnámið er hægt að taka sem staðnám í heillandi og fjölskylduvænu umhverfi eða í vel skipulögðu fjarnámi.

Nokkrar nýjar námslínur eru í boði, BS í viðskiptafræði með áherslu á þjónustufræði, BA í byltingafræði, BA í miðlun og almannatengslum og BA í stjórnmálahagfræði.

Háskólagáttin er frábær undirbúningar fyrir háskólanám og hefur svo sannarlega slegið í gegn. Námið er í boði í stað- og fjarnámi, opið er fyrir umsóknir til 15. júní.

Kynnið ykkur málið hér /namid

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta