Hverju skila brjóstabyltingar?
Rúmum tveimur mánuðum eftir brjóstabyltinguna er eins og hún hafi gerst fyrir mörgum árum. Aðgerðir sem vöktu athygli víða erlendis og tóku algerlega yfir umræðuna á Íslandi í nokkra daga, eru nú eins og eitthvað úr fortíðinni, eitthvað sem við getum skoðað og greint í ljósi tímans.
En breyttist eitthvað eða getum við kannski ekki enn metið hvað það er? Hvað segja aðgerðir eins og brjóstabyltingin okkur um mótmælamenningu samtímans? Hvaða breytingar hafa orðið á jafnréttisbaráttunni? Er femínismi annað í dag en hann var fyrir nokkrum árum? Og hverju skila aðgerðir eins og að birta myndir af sér berbrjósta? Er hægt að breyta samfélagi eða hugmyndum fólks með aðgerðum af þessu tagi?
Þessum og öðrum spurningum veltum við fyrir okkur á málstofu í hádeginu 9. júní. Málstofan er í húsnæði Háskólans og Bifröst að Hverfisgötu 4-6, 5. hæð á milli klukkan tólf og eitt og er öllum opin.
Viðburðurinn á Facebook
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta