10. júní 2015

Hverju skila brjóstabyltingar?

Mikil gróska er í gangi í íslenskum femínsma, konur geta tekið eignarrétinn á eigin líkama og Reykjavíkurdætur hefðu aldrei náð vinsældum í Danmörku. Þetta og margt annað kom fram á málstofunni Hverju skila brjóstabyltingar? sem fram fór hinn 9. júní að Hverfisgötu 4-6 í Reykjavík í tengslum við BA nám í byltingafræði við Háskólann á Bifröst. 

Markmið fundarins var að leita svara við hinum ýmsu spurningum sem vaknað hafa meðal margra berbreystinga, sem og annarra, í kjölfar Free the Nipple-bylgjunnar sem reis hæst í mars síðastliðnum. Fjörugar og góðar umræður sköpuðust um málefnið og er ljóst að einhver bolti er farinn af stað og einhver gróska er í gangi sem ekki sér fyrir endann á.

Sjá nánari umfjöllun á visir.is hér

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta