9. júní 2015

Nemendur á Bifröst styrktu Umhyggjugönguna

Mánudaginn 8. Júní kom Sigvaldi Arnar Lárusson lögreglumaður í Keflavík ásamt föruneyti í miklu slagviðri og strekkingsvindi á Bifröst á leið sinni til Hofsóss. Sigvaldi tapaði veðmáli við son sinn um val á íþróttamanni ársins og var búinn að lofa að ganga frá Keflavík til Hofsóss. Hann ákvað að leggja góðu málefni lið í leiðinni og ákvað að safna fé fyrir Umhyggju félagi langveikra barna. Sjentilmannaklúbburinn á Bifröst tók sig til og hóf að safna líka fyrir Umhyggju og leggja þannig málefninu lið. Hægt var að styðja málefnið með peningaupphæð eða með því að ganga nokkur hundruð metra og safna áheitum. Samfélagið á Bifröst tók vel í þetta framtak og söfnuðu peningum að upphæð tæplega 140.000 krónum sem Sigvaldi fékk afhent þegar hann kom á Bifröst. Nemendur á Bifröst tóku jafnframt vel á móti Sigvalda og fylgdarliði hans og gengu með honum síðasta spölinn að Bifröst.

Háskólinn á Bifröst og Hótel Bifröst bauð hópnum svo uppá gistingu og aðgang að pottasvæðinu til að hvíla lúin bein og morgunverð daginn eftir áður en lagt var á Holtavörðuheiðina. Háskólinn á Bifröst þakkar Sigvalda fyrir komuna og óskar honum góðs gengis það sem eftir er ferðar. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta