Fréttir og tilkynningar

Undirbúningur fyrir opna daginn í fullum gangi 3. maí 2016

Undirbúningur fyrir opna daginn í fullum gangi

Nú er undirbúningur í fullum gangi á Bifröst fyrir opna daginn á fimmtudaginn. Þar munu nemendur og starfsfólk háskólans taka vel á móti gestum. Hann Guðjón, verkstjóri á húsnæðissviði, eða Gaui eins og hann er ætíð kallaður, er einn af okkar frábæru starfsmönnum og lýsir þessi mynd honum vel. Enda hann kemur ætíð eins og kallaður þegar mikið liggur við hjá íbúum Bifrastar.

Lesa meira
Ráðstefna Norræna sakfræðiráðsins haldin á Bifröst: 2. maí 2016

Ráðstefna Norræna sakfræðiráðsins haldin á Bifröst:

Árleg ráðstefna Norræna sakfræðiráðsins stendur nú yfir í Háskólanum á Bifröst. Ráðstefnan stendur yfir 1.- 4. maí en þátttakendur eru rúmlega 70 norrænir fræðimenn og doktorsnemar á sviði afbrotafræði, refsiréttar og skyldra greina auk fyrirlesara frá Englandi. Markmið ráðsins er að efla norrænar rannsóknir á sviði afbrotafræði og refsiréttar og veita stjórnvöldum upplýsingar til að byggja á stefnu í löggjöf og afbrotavörnum.

Lesa meira
Ný stjórn Nemendafélagsins 29. apríl 2016

Ný stjórn Nemendafélagsins

Ný stjórn Nemendafélags Háskólans á Bifröst var kosin þann 11.mars síðastliðinn og tók formlega til starfa eftir árshátið nemenda og íbúa Bifrastar sem haldin var þann 12.mars. Nemendafélag Háskólans á Bifröst er hagsmunafélag allra nemenda á Bifröst og stendur félagið fyrir fjölbreyttum viðburðum í félagslífi nemenda.

Lesa meira
Félag lögfræðinga í fyrirtækjum stofnað 28. apríl 2016

Félag lögfræðinga í fyrirtækjum stofnað

Lögfræðingafélagið hélt í vikunni stofnfund fyrir félag lögfræðinga í fyrirtækjum. Tilgangur þess er fyrst og fremst sagður að vera að gæta hagsmuna lögfræðinga sem starfa hjá fyrirtækjum, fjalla um og skapa umræðu um störf þeirra og fjalla um áhugaefni þeirra innan lögfræðinnar. Eins að stuðla að auknum samskiptum meðal slíkra lögfræðinga svo og að efla samskipti lögfræðinga almennt.

Lesa meira
Vinnustofa um fagmál á Bifröst 11. apríl 2016

Vinnustofa um fagmál á Bifröst

Tveggja daga vinnustofa um faglega innleiðingu lærdómsviðmiða á háskólastigi stendur nú yfir í Háskólanum á Biförst. Er ráðstefnan meðal verkþátta í verkefninu The Bologna Reform in Iceland Project (BORE) sem stýrt er af Maríu Krístinu Gylfadóttur, sérfræðings á mennta- og menningarsviði hjá Rannís.

Lesa meira
Skoskir gestir á Bifröst 31. mars 2016

Skoskir gestir á Bifröst

Nýlega voru á ferð á Bifröst tveir góðir gestir frá Skotlandi, þær Ellen Mary Kingham og Lorna Castle. Þær starfa báðar á kennslusviði Moray College sem staðsettur er í Elgin, en skólinn er hluti af University of the Highlands and Islands.

Lesa meira
Fjölmiðlafólk framtíðarinnar heimsækir RÚV og Hringbraut 29. mars 2016

Fjölmiðlafólk framtíðarinnar heimsækir RÚV og Hringbraut

Nemendur í áfanganum Fjölmiðlafærni við háskólann á Bifröst fóru á dögunum í vettvangsferð á Ríkisútvarpið og Hringbraut en kennari áfangans er hin landskunna fjölmiðlakona Sigríður Arnardóttir eða Sirrý eins og flestir þekkja hana. Hefur hún unnið á öllum stæstu fjölmiðlum landsins og starfar nú á Hringbraut.

Lesa meira
Aðjúnkt við Háskólann á Bifröst öðlast réttindi til málflutnings við Hæstarétt Íslands 18. mars 2016

Aðjúnkt við Háskólann á Bifröst öðlast réttindi til málflutnings við Hæstarétt Íslands

Unnar Steinn Bjarndal, aðjúnkt við Háskólann á Bifröst, öðlaðist nýverið réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands. Unnar Steinn hefur kennt við Háskólann á Bifröst samhliða lögmannsstörfum sínum frá árinu 2009, fyrst sem stundakennari til ársins 2013 og sem aðjúnkt frá þeim tíma.

Lesa meira
Sigurvegarar Gulleggsins 2016 17. mars 2016

Sigurvegarar Gulleggsins 2016

Úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu eru nú ljós. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti sigurvegurum verðlaunagripinn Gulleggið við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík, laugardaginn 12. mars. Icelandic Startups sér um framkvæmd keppninnar, en Gulleggið var nú haldið í níunda sinn.

Lesa meira