Samstarf við háskóla í Argentínu 7. september 2017

Samstarf við háskóla í Argentínu

Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent við félagsvísinda- og lagadeild, hefur undanfarna viku verið í Argentínu að flytja fyrirlestra og taka þátt í ráðstefnu um efnahagskreppur, ástæður og afleiðingar þeirra. Magnús, sem hefur tekið við verkefnastjórn alþjóðamála af Dr. Önnu Elísabetu Ólafsdóttur sem er horfin til annarra starfa, hefur einnig komið á samstarfi við tvo háskóla í Argentínu, Háskólann í Lujan (Universidad Nacional de Luján - www.unlu.edu.ar), sem er í nágrenni Buenos Aires og Cuyo háskóla í San Juan (Universidad Católica de Cuyo - www.uccuyosj.edu.ar).

Búast má við að einhverjir nemendur þessara háskóla nýti sér tækifærið og komi sem skiptinemar til Íslands og eins er að sama skapi möguleiki fyrir íslenska nemendur að fara til þessara skóla þegar fram í sækir. Nú þegar er komið á rannsóknarsamstarf milli kennara hér og í Argentínu og búast má við að það og annað samstarf aukist á komandi árum, en þó langt sé á milli eru margir samstarfsfletir milli íslenskra og argentínskra skóla.

Á meðfylgjandi mynd sést Magnús undirrita samstarfssamning við hagfræðideild Cuyo háskóla í San Juan ásamt deildarforseta þeirrar deildar Dr. Leonardo David Saball. Að baki þeirra stendur alþjóðafulltrúi deildarinnar Julio Adrían Bastias.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta