Góð aðsókn í námskeiðið Máttur kvenna
Námskeiðið Máttur kvenna hófst föstudaginn 15. september með vinnulotu á Bifröst. Þetta er í tuttugusta og sjötta sinn sem námskeiðið er haldið. Máttur kvenna er rekstrarnám fyrir konur sem vilja bæta rekstrarkunnáttu sína og styrkja sig á atvinnumarkaði. Fyrstu árin var mikil aðsókn að námskeiðunum en í kjölfar hrunsins fór aðsókn minnkandi. Undanfarin ár hefur aðsókn aukist jafnt og þétt og er nú metaðstókn. Alls eru 34 konur eru skráðar að þessu sinni í Mátt kvenna.
Fyrsta námskeiðið var haldið vorið 2004. Aðdraganda námsins má rekja til þess að fulltrúar Háskólans á Bifröst fluttu erindi á ráðstefnu Kvenréttindafélags Íslands, Kvenfélagasambands Íslands, kvennasjóðs Vinnumálastofnunar og atvinnu- og jafnréttisráðgjafa Byggðastofnunar haustið 2003. Við undirbúning þeirra erinda kom fram hugmynd að námskeiði fyrir konur sem hefði það markmið að treysta starfsgrundvöll kvenna, í þeirri von að fleiri störf sköpuðust á landsbyggðinni og að þjónustugreinarnar efldust.
Fyrirkomulag námskeiðsins hefur verið nánast óbreytt frá upphafi. Námið tekur alls 11 vikur og er í fjarnámi með tveimur staðnámslotum á Bifröst. Í staðnámslotum er unnið undir leiðsögn kennara auk þess sem boðið er upp á ýmsa fyrirlestra. Síðast en ekki síst er samveran mjög mikilvæg en ómetanlegt tengslanet og kær vinátta hefur myndast á milli kvennana.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta