Stefnumótunarfundur á Bifröst 13. september 2017

Stefnumótunarfundur á Bifröst

Stjórn Háskólans á Bifröst hefur ákveðið að halda sérstakan stefnumótunarfund á Bifröst laugardaginn 21. október 2017. Til fundarins er boðið Fulltrúaráði skólans, starfsfólki, nemendum og fulltrúum aðstandenda skólans, þ.e. Borgarbyggðar, Samtaka atvinnulífsins, Sambands íslenskra samvinnufélaga og Hollvinasamtaka Háskólans á Bifröst.

Viðfangsefni fundarins verður að fjalla um mikilvægar spurningar um stöðu og framtíð skólans og vísa veginn í stefnumótun hans til lengri tíma.

Háskólinn á Bifröst hefur breyst ört á undanförnum árum. 80% nemenda eru nú í fjarnámi og 70% nýrra nemenda í háskólanámi nú á haustönn 2017 komu inn í nám eða námsfyrirkomulag sem ekki var til staðar skólaárið 2013-2014. Skólinn stendur frammi fyrir mikilvægum ákvörðunum um framtíð sína nú þegar hann nálgast aldarafmæli sitt á næsta ári.

Viðfangsefni stefnumótunarfundarins eru:

  • Stefnupýramíðinn
  • Háskólinn á Bifröst eftir 10 ár
  • Alþjóðavæðing – erlendir stúdentar 
  • Fjarnám – staðnám
  • Staðsetning skólans
  • Sameining – sjálfstæður skóli
  • Tenging við atvinnulífið – símenntun

Stjórn Háskólans á Bifröst hvetur alla sem boðaðir eru til fundarins að taka laugardaginn 21. október frá og vera með á Bifröst. Fundurinn hefst kl 10:00 og lýkur kl 17:00.

Nánari upplýsingar um fundinn munu berast síðar en óskað er eftir því að þátttakendur skrái sig á netfanginu bifrost@bifrost.is

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta