Er hægt að sjá fyrir framtíðina? Hvernig geta fyrirtæki nýtt sér athugun á framtíðinni til að ná yfirburðum á markaði?
Framtíðarfræðingurinn René Rohrback mun halda fyrirlestur á vegum Framtíðarsetur Íslands 3. nóvember næstkomandi í höfðustöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Rohrback er leiðandi fyrirlesari á sviði framtíðarfræða en hann byggir nálgun sína á reynslu úr atvinnulífinu og samanburðarrannsóknum á yfir 500 ólíkum fyrirtækjum. Rohrback er prófessor við háskólann í Árósum en starfar einnig sem yfirmaður Strategic Foresight Network, og er meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Rohrbeck Heger sem sérhæfir sig í upplýsingatækni, bíla- og orkuiðnaði.
Að fyrirlestrinum standa Framtíðarsetur Ísland, MBA námið við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Arion banka, KPMG og Háskólann á Bifröst.
Fyrirlesturinn verður haldinn föstudaginn 3. nóvember í höfðustöðvum Arion banka, Borgartúni 19. og hefst kl. 9:00 til 11:30. Verð kr. 3500.
Vinsamlegast tilkynnið þáttöku á netfangið bifrost@bifrost.is
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta