TTRAIN - Nýr vefur fyrir starfsfræðslu í ferðaþjónustufyrirtækjum 15. september 2017

TTRAIN - Nýr vefur fyrir starfsfræðslu í ferðaþjónustufyrirtækjum

Fyrirtækjum og starfsfólki í ferðaþjónustu býðst nú í fyrsta sinn ítarlegar leiðbeiningar um skipulag og innihald starfsnáms sem ætlað er til fræðslu og þjálfunar innan fyrirtækjanna. Um er að ræða upplýsingavef með námsskrá og leiðbeiningum fyrir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem vilja veita lykilstarfsmönnum innan fyrirtækjanna þjálfun í að verða leiðbeinendur fyrir nýja starfsmenn og viðhalda starfsþjálfun þeirra sem fyrir eru í starfi (e. training of trainers).

Þær upplýsingar sem birtar eru á vefnum eru afurð tveggja ára evrópsks samstarfsverkefnis undir stjórn fulltrúa Rannsóknaseturs verslunarinnar og Háskólans á Bifröst ásamt þátttöku fulltrúa Samtaka ferðaþjónustunnar. Verkefnið, sem ber heitið TTRAIN (TourismTraining), var unnið í samstarfi við aðila í Finnlandi, Austurríki og Ítalíu (Sikiley). Erasmus+, menntaáætlun ESB styrkti verkefnið.

Námsskráin og leiðbeiningar sem henni fylgja byggja á aðferðum sem beitt er við kennslu fullorðinna einstaklinga. Mikið er lagt upp úr skapandi hugsun, örvun á frumkvæði, samskiptum og reynsluheimur fullorðinna nýttur. Námsskráin hefur verið prufukeyrð á tilraunanámsskeiðum í öllum þátttökulöndunum og endurbætt að fenginni reynslu, eftir ábendingum þátttakenda. Hér á landi hafa um 30 einstaklingar farið í gegnum námið. Það eru starfsmenn í mismunandi tegundum ferðaþjónustu, allt frá hótelum til ferðaskipuleggjenda.

Hjá Háskólanum á Bifröst verður boðið upp á nokkrur námskeið á næstunni fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og er hvaða fræðsluaðila sem er, heimilt að nota námsskrána.

Hægt er að heimsækja upplýsingavefinn á eftirfarandi vefslóð : http://trainingfortourism.eu/

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta