Fréttir og tilkynningar
9. ágúst 2017
Nýnemadagar Háskólans á Bifröst
Nýnemadagar Háskólans á Bifröst verða haldnir dagana 17.-19. ágúst og marka þeir upphaf skólaársins að vanda. Fjölbreytt dagskrá í boði sem samanstendur af áhugaverðum fyrirlestrum og kynningum á námsframboði og deildum. Kynntu þér málið.
Lesa meira
1. ágúst 2017
Nýr samskiptastjóri Háskólans á Bifröst
Lilja Björg Ágústsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem samskiptastjóri við markaðssvið skólans. Lilja hefur störf í byrjun ágúst 2017 en hún tekur við starfinu af Maríu Ólafsdóttur sem er farin í fæðingarorlof.
Lesa meira
20. júlí 2017
Flugfreyjustarfið sveipað dýrðarljóma
Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir útskrifaðist úr meistaranámi í menningarstjórnun nú í vor frá Háskólanum á Bifröst. Andrea segist hafa valið námið vegna þess að menningu sé að finna alls staðar og námið bjóði upp á marga möguleika.
Lesa meira
17. júlí 2017
Meistarnemi í viðskiptadeild lýkur tvöfaldri meistargáðu
Anna Marín Þórarinsdóttir lauk tvöfaldri meistaragráðu frá viðskiptadeild Háskólans á Bifröst nú í júní, MS í alþjóðlegum viðskiptum og MS í forystu og stjórnun. Anna Marín segir að líklega megi segja að meistararitgerðin hafi orðið til þess að gráðurnar urðu tvær en ritgerðin í alþjóðlegum viðskiptum varð svo umfangsmikil að hún taldi einfaldara að bæta við sig annarri gráðu heldur en að skera verkefnið niður.
Lesa meira
14. júlí 2017
26 þátttakendur frá 15 löndum í alþjóðlegum sumarskóla á Bifröst
Alþjóðlegur sumarskóli fór af stað 8. júlí við Háskólann á Bifröst í annað sinn og nam fjölgun þátttakenda 30% milli ára. Titill sumarskólans er: Sustainable future: Creative Leadership in the 21st Century. Næstu þrjár vikur verður fjallað um áskoranir sem leiðtogar framtíðarinnar munu að líkindum fást við, bæði í atvinnulífinu og í persónulegu nærumhverfi.
Lesa meira
12. júlí 2017
Nýjungar í Háskólagátt
Háskólagáttin þjónar þeim sem fullnægja ekki formlegum inntökuskilyrðum háskóla og veitir undirstöðumenntun á framhaldsskólastigi.
Lesa meira
23. júní 2017
Hvatt til ábyrgrar ferðahegðunar á Íslandi
Háskólinn á Bifröst er meðal þeirra aðila sem hvetja til ábyrgrar ferðahegðunar í herferðinni Take the Icelandic Pledge. Herferðin er undir merkjum Íslenska Ferðaklasans en fulltrúi háskólans , Brynjar Þór Þorsteinsson, aðjúnkt við viðskiptadeild, skrifaði undir yfirlýsingu samtakanna í vetur um ábyrga ferðaþjónustu ásamt yfir 250 öðrum fyrirtækjum og stofnunum
Lesa meira
15. júní 2017
Háskólanám í takt við samfélagsbreytingar
Sigurður Ragnarsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst, ritar grein um menntamál í Fréttablaðið í dag. Sigurður spáir þar hröðum framförum í menntamálum næstu áratugi með aukinni tækni og breyttum lífsstíl fólks. Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi og er breyttum kröfum í samfélaginu mætt með að bjóða allt nám við háskólann í fjarnámi.
Lesa meira
13. júní 2017
Umsóknarfrestur í grunnnám og Háskólagátt við Háskólann á Bifröst til 15. júní
Umsóknarfrestur í grunnnám og Háskólagátt við Háskólann á Bifröst er til og með 15. júní. Í boði er framsækið nám í viðskipta- lögfræði- og félagsvísindadeild. Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi og allt nám við háskólann kennt bæði í fjar- og staðnámi.
Lesa meira