Vinnuhelgi meistaranema
Nú stendur yfir vinnuhelgi meistaranema á Bifröst. Allt nám á meistarastigi við Háskólann á Bifröst er kennt í fjarnámi og geta nemendur stýrt hraða sínum í gegn um námið. Það hentar því einstaklega vel fyrir þá sem vilja stunda nám með vinnu. Vinnuhelgar eru fastur liður í náminu en þá mæta meistaranemar á Bifröst, sækja tíma, vinna verkefni og oft á tíðum koma gestafyrirlesarar úr atvinnulífinu. Í gær hélt Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri Já fróðlegan fyrirlestur á Bifröst í námskeiðinu stefnumótun og framtíðarsýn og fór yfir hvernig fyrirtækið vinnur að stefnmótun.
Fjölbreytt úrval námsleiða er í meistaranámi við Háskólann á Bifröst meðal annars meistaranám í forystu og stjórnun, markaðsfræði, viðskiptalögfræði og menningarstjórnun. Nánari upplýsingar um meistaranámið má finna á vef skólans undir flipum viðskiptadeildar hér og félagsvísinda- og lagadeildar hér. Skráning stendur yfir og umsóknarfrestur til 10. desember 2017.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta