20. nóvember 2017

Magnús Árni til Kabúl

Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við félagsvísinda- og lagadeild, mun hverfa til starfa á vegum íslensku friðargæslunnar í Kabúl höfuðborg Afganistan eftir áramót. Magnús mun sinna þar störfum pólitísks ráðgjafa á sviði jafnréttismála hjá NATO, en það er verkefni sem íslenska friðargæslan hefur haft á sinni könnu undanfarin ár. Starfið er tímabundið til eins árs og verður Magnús í launalausu leyfi frá starfi sínu við Háskólann á Bifröst á meðan á því stendur.

 

 

 

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta